Hátíðarverður og dagsferð

Til baka: Sturla, alþjóðleg ráðstefna...

Breiðafjörður. Ljósm. Jóhanna Ólafsdóttir Breiðafjörður. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir.

Hátíðarkvöldverður

Laugardaginn 29. nóvember verður hátíðarkvöldverður á Nauthóli. Allir ráðstefnugestir eru velkomnir en kvöldverðurinn kostar 8.900 krónur. Gestir í kvöldverðinn þurfa að skrá sig. Matseðillinn er á vef Nauthóls undir jólaveisla.

Skráningarfrestur rann út 13. nóvember 2014.

Dagsferð

Sunnudaginn 30. nóvember er stefnan tekin á Vesturlandið, á heimaslóðir Sturlu. Upplýsingar um verð og ferðatilhögun verða birtar þegar nær dregur. Öllum ráðstefnugestum er velkomið að skrá sig í ferðina.

Skráningarfrestur rann út 13. nóvember 2014.

Farið verður með rútu frá skrifstofu stofnunarinnar í Árnagarði við Suðurgötu kl. 9 með stuttri viðkomu á Hótel Sögu. Áætluð heimkoma er klukkan 19.

Í ferðina kostar 3.500 krónur, innifalið í verðinu er hádegisverður (kjötsúpa) í Búðardal og síðdegishressing á Erpsstöðum. Komið verður við í Hvammi, Sælingsdalstungu og á Staðarhóli í Saurbæ.

Við vonum að veðrið leiki við okkur en vitum að allra veðra er von á þessum árstíma. Gott er að búa sig vel, hlý föt og yfirhöfn. Þótt ekki verði gengið á fjöll mælum við með þægilegum og hlýjum vetrarskóm / gönguskóm.