Skráning og útgáfa Þjóðfræðiefnis úr Austur-Skaftafellssýslu

Samvinnuverkefni þjóðfræðasviðs, Háskólaseturs á Hornafirði og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Á Háskólasetrinu á Höfn vinna fjórir starfsmenn við að slá inn hljóðritað efni úr Austur-Skaftafellssýslu. Þau hyggja á að færa út kvíarnar með eigin söfnun og þjóðfræðasvið hefur séð um að leiðbeina fólki við skráninguna og söfnun nýs efnis. Stefnt er að útgáfu og miðlun efnisins á vef auk þess sem ýmis verkefnavinna í samvinnu við skóla í héraðinu hefur farið af stað.