Þjóðfræðisvið

Þjóðfræðisvið annast þjóðfræðisafn stofnunarinnar, en í því er hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd. Starfræktur er gagnagrunnur, á vegum Ísmús, þar sem finna má flokkaða yfirlitsskrá um þjóðfræðiefni ásamt hljóðritum (að hluta). Unnið er að rannsóknum á efni safnsins og ýmsum verkefnum sem því tengjast, einkum söfnun og skráningu. Útgáfa er snar þáttur í starfsemi þess. Lögð er áhersla á varðveislu, viðhald, flokkun og skráningu safnsins þannig að gott aðgengi sé að því. Unnið er að gerð gagnagrunns sem veitir aðgang að efninu á netinu og er hluti safnsins þegar aðgengilegur.