Erlend áhrif á íslenskt nútímamál (1930-1980)

Ásta Svavarsdóttir og Guðrún Kvaran

Verkefnið beindist að tökuorðum og öðrum erlendum áhrifum á íslenskan orðaforða á tímabilinu 1930-80. Safnað var dæmum um tökuorð úr ýmsum málum úr völdum íslenskum textum. Farið var yfir texta frá hverjum áratug, alls á fjórða þúsund blaðsíður, og þar voru orðtekin tæplega 4.500 dæmi um u.þ.b. 3.000 tökuorð. Orðin voru síðan greind m.t.t. uppruna, aldurs þeirra í íslensku, merkingar, málfræðilegra einkenna o.s.frv. Loks var búið um efnið í gagnagrunni og aðstandendur verkefnisins hafa síðan nýtt gögnin í ýmsum rannsóknum.

Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands á árunum 1997 og 1998.