Orðabók um ensk áhrif í orðaforða sextán evrópskra tungumála

Árið 2001 kom úr orðabók um ensk áhrif á orðaforða 16 evrópskra tungumála, A Dictionary of European Anglicisms, í ritstjórn Manfred Görlach; útgefandi var Oxford University Press. Í orðabókinni eru orð úr fjórum germönskum málum (íslensku, norsku, hollensku og þýsku), fjórum slavneskum (rússnesku, pólsku, króatísku og búlgörsku), fjórum rómönskum (frönsku, spænsku, ítölsku og rúmensku) og fjórum málum annarra ætta (finnska, ungverska, albanska og gríska). Uppflettigreinarnar gefa því tilefni til samanburðar milli mála, t.d. með tilliti til skyldleika málanna við ensku, landfræðilegrar nálægðar, einkenna mismunandi málsamfélaga og viðhorfa sem þar eru ríkjandi o.fl. (Sýnishorn úr bókinni má nálgast hér.)

Íslenski hlutinn er verk þeirra Ástu Svavarsdóttur og Guðrúnar Kvaran og var styrktur af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. 

Auk orðabókarinnar var gefið út safn yfirlitsgreina um ensk áhrif í hverju máli, English in Europe, og heimildaskrá um rannsóknarsviðið í hverju landi, An Annotated Bibliography of European Anglicisms.