Um vef stofnunarinnar

Vefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ), er unninn í vefumsjónarkerfinu SoloWeb. Nýtt útlit, viðmót og skipulag efnis var hannað sumarið 2012.

 • Hönnun útlits: Sigríður Hulda Sigurðardóttir nemi í grafískri hönnun.
 • Hönnun viðmóts, skipulag efnis og vinnsla: Matthías Ragnarsson nemi í tölvunarfræði, Sigríður Hulda Sigurðardóttir nemi í grafískri hönnun og vefstjórn SÁ.
 • Tæknivinna: Lausn hugbúnaður ehf.
 • Umsjón er í höndum vefstjórnar SÁ. Í henni eru: Ásta Svavarsdóttir, Hallgrímur J. Ámundason, Jóhannes B. Sigtryggsson, Ólöf Benediktsdóttir, Rósa Sveinsdóttir og Svanhildur Gunnarsdóttir.
 • Þýðendur:
  • Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri á orðfræðisviði SÁ, þýddi flest það sem birt er á dönsku heimasíðunni.
  • Philip Roughton, fræðimaður og þýðandi, þýddi flest það sem birt er á ensku heimasíðunni. Einnig hafa þýtt einstaka síður, Anna H. Yates og Ólöf Benediktsdóttir.
 • Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari SÁ tók flestar myndirnar sem birtar eru á vefnum. Einnig eru þar myndir sem starfsmenn og gestir hafa tekið, flestar líklega frá Kristínu M. Jóhannsdóttur og Bessa Aðalsteinssyni.

Efni vefsins

 • Vefsetri SÁ, www.arnastofnun.is, er ætlað að veita yfirsýn yfir starfsemi hennar.
 • Á vefnum er yfirlit yfir helstu starfssvið stofnunarinnar, söfn sem þar eru varðveitt, rannsóknir og önnur verkefni sem unnið er að.
 • Þar er aðgangur að gagnasöfnum stofnunarinnar sem opin eru almenningi og fræðimönnum.
 • Einnig eru upplýsingar um útgáfuverk stofnunarinnar og um fræðslu og þjónustu á hennar vegum.
 • Á forsíðunni birtast auk þess fréttir og tilkynningar um málþing, opna fyrirlestra og aðra viðburði.

Leiðakerfi vefsins

 • Leiðakerfi vefsins birtist í veftrénu sem kalla má fram með því að smella á viðeigandi hnapp neðst á síðunni.
 • Ef notendur eru ekki vissir um hvar upplýsingarnar sem þeir sækjast eftir er að finna má nota leitargluggann.

Leit á vef stofnunarinnar

 • Í leitargluggann er slegið inn leitarorð sem notandi telur líklegt að leiði hann á þær upplýsingar eða það efni sem hann sækist eftir og síðan er smellt á hnappinn við hlið hans.
 • Leitarniðurstöður birtast á miðsvæðinu á vefnum og þegar smellt er á líklega niðurstöðu opnast viðkomandi vefsíða.

Á döfinni og viðburðadagatal

 • Stofnunin stendur fyrir viðburðum sem eru öllum opnir, s.s. málþingum, fyrirlestrum og ráðstefnum. Upplýsingar um það sem er framundan birtast á forsíðu undir fyrirsögninni "Á döfinni"
 • Ef smellt er á hnappinn "Sjá alla viðburði" opnast síða þar sem hægt er að skoða alla viðburði á árinu, bæði aftur í tímann og þá sem eru framundan. Viðburðir eru skráðir eftir mánuðum.

Fréttir

 • Á forsíðu eru birtar fréttir sem snerta stofnunina, starfsemi hennar og starfsfólk á einhvern hátt.
 • Nýjustu fréttirnar hverju sinni birtast á forsíðu, en nálgast má allan fréttadálkinn  með því að smella á hnappinn "Fara í fréttasafn".

Prenta út efni

 • Mörgum finnst þægilegra að prenta út langt lesmál og lesa það á pappír. Þegar prenta skal síðu af vefnum er notast við prentskipun vafrans.
 • Til að prenta er farið í "File > Print..." í vafranum.
 • Hægt er að skoða prentsnið síðunnar áður en hún er prentuð  með því að fara í „File > Print preview“.

Allt efni er unnið samkvæmt sérstökum verklagsreglum um efnisvinnslu á vefsetur stofnunarinnar.