Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu 13.11.2013
Í ár er þess minnst að þann 13. nóvember verða 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar prófessors og handritasafnara. Dagskrá afmælisársins nær hápunkti með afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu að kvöldi afmælisdagsins, 13. nóvember. Þar sýna listamenn af öllu tagi hvílíkt líf er í arfi handritanna; í skáldskap, myndlist, tónlist og kvikmyndum.
 
Margir helstu listamenn þjóðarinnar koma þar fram svo sem Einar Kárason, Ari Eldjárn, Steindór Andersen, Kjartan Sveinsson, Baltasar Kormákur, Högni Egilsson, Sigríður Thorlacius, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Spilmenn Ríkínís og Skálmöld – svo að nokkrir séu taldir. Listrænn stjórnandi er Bergur Þór Ingólfsson og Eva María Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson eru kynnar kvöldsins.
 
Hátíðin verður tekin upp og sýnd í sjónvarpinu.

Haldið er upp á 350 árin með margvíslegum hætti á árinu og lesa má um á síðunni:

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook