Málstofa. Alison Finlay: Sturlunga saga and the English-speaking world 04.12.2015
Árnagarður

Málstofa: Alison Finlay
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
4. desember kl. 15.30
Árnagarði við Suðurgötu, stofu 311

 

Alison Finlay, prófessor í miðaldaensku og íslenskum bókmenntum við Birkbeck College í London, verður gestafyrirlesari í fjórðu málstofu vetrarins. Í fyrirlestrinum fjallar Alison um þýðingu á Sturlunga sögu sem hún vinnur að um þessar mundir.
Erindið kallast: Sturlunga saga and the English-speaking world.

 

Útdráttur:

Sturlunga saga hefur ekki notið viðlíka áhuga og Íslendingasögurnar í hinum enskumælandi heimi. Útgáfur, þýðingar og rannsóknir - sumar hverjar unnar af brottfluttum Íslendingum - eru til en eru af misjöfnum gæðum og hafa misjafnt notagildi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar þessara útgáfna, sér í lagi hina gölluðu en áhrifamiklu útgáfu Guðbrands Vigfússonar frá árinu 1878. Í því verki birtist „Prolegomena“, inngangur, sem kynnti Ísland og íslenska menningu fyrir hinum enskumælandi heimi. Einnig verður fjallað um einu þýðinguna sem gerð hefur verið á verkinu en sú var unnin af Juliu McGrew og R. George Thomas og gefin út á áttunda áratug tuttugustu aldar. Erindinu lýkur á hugleiðingum um nýju þýðinguna sem ég hyggst vinna.

 

Abstract:

The enthusiasm for and knowledge of Sturlunga saga in the English-speaking world has always lagged behind that enjoyed by the Íslendingasögur. Editions, translations and studies – some of them the work of transplanted Icelanders – exist, but are variable in quality and usefulness. This lecture will survey some of these, in particular the flawed but influential 1878 edition by Guðbrandur Vigfússon, which was the vehicle for an extensive ‘Prolegomena’ introducing Iceland and its culture to the English-speaking world; and the sole existing translation, by Julia McGrew and R. George Thomas, published in the 1970s. It will finish with some thoughts about the new translation I am planning to produce.

 

 

 

 

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook