Málstofa: Guðrún Laufey Guðmundsdóttir 22.01.2016
Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Málstofa: Guðrún Laufey Guðmundsdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
22. janúar kl. 15:30
Árnagarði við Suðurgötu, stofu 201

Guðrún Laufey flytur fyrirlestur á málstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum föstudaginn 22. janúar, kl. 15.30. Erindi sitt nefnir hún, „ Árið hýra nú hið nýja. Einn sálmur, mörg lög.”

Árið hýra nú hið nýja er nýársbæn eftir séra Hallgrím Pétursson ort árið 1652 að Saurbæ í Hvalfirði. Sálmurinn var ætlaður til söngs eins og var almennt um okkar gömlu sálma en það sem veitir þessum sálmi nokkra sérstöðu er að við hann eru sett ólík lög í handritum. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir þeim lögum sem skrifuð eru við sálminn í aldanna rás, þau borin saman og grafist fyrir um upptök þeirra. Fjallað verður um lagboða sem tengjast sálminum og með því reynt að fá einhverja mynd af þeirri fjölbreyttu lagaflóru sem sungin hefur verið við þennan fallega sálm. Auk þess verður sálmurinn settur í samhengi við aðra sálma Hallgríms, voru skrifaðar nótur við fleiri sálma hans í handritum og hver er staða Hallgríms í samanburði við önnur 17. og 18 aldar skáld hvað það varðar? 

Guðrún Laufey er sagnfræðingur og verkefnisstjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook