Málstofa: Birtingarmyndir í Íslensku orðaneti 04.11.2016
Jón Hilmar Jónsson

Málstofa: Jón Hilmar Jónsson
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
4. nóvember 2016 kl. 15.30
Árnagarði við Suðurgötu, stofu 311

 

 

 

 

Í félagsskap orðanna: Birtingarmyndir í Íslensku orðaneti

Orðasambönd eru fyrirferðarmikil í Íslensku orðaneti og eru þar sjálfstæðar flettur, til jafns við stök orð, séu þau merkingarbær.  En þau  gegna jafnframt lykilhlutverki í greiningu og flokkun alls orðaforðans, sérstaklega með tilliti til merkingar en einnig gagnvart setningargerð.

Í orðanetinu er leitast við að gera grein fyrir merkingarvenslum orða og orðasambanda og skila lýsingu sem sameinar hlutverk samheita- og hugtakaorðabókar. Gögnin og greiningaraðferðin gefur auk þess færi á að nálgast lýsingu á merkingarlegri nálægð og ná þannig fram sveigjanlegri og fíngreindari flokkun en fram kemur í samheitaorðabókum.

Í erindinu verður fjallað um margþætt  hlutverk og birtingarmyndir orðasambanda og hvernig greining þeirra leggur grunninn að víðtækri merkingarflokkun orðaforðans.

 

Jón Hilmar Jónsson er rannsóknarprófessor við orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

 

 

 

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook