Málstofa: „Skáldskapur þjóðarinnar“: Jón Árnason og þjóðsagnasafn hans 20.01.2017
Rósa Þorsteinsdóttir

Málstofa: Rósa Þorsteinsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
20. janúar 2017 kl. 15.30
Árnagarði við Suðurgötu, stofu 301

 

„Skáldskapur þjóðarinnar“: Jón Árnason og þjóðsagnasafn hans

Sagt verður frá þriggja ára rannsóknarverkefni sem styrkt er af Rannís og hefur að markmiði að fjalla ítarlega um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (18621864) og annað tengt efni.  Í því felst m.a. að búa til ítarlegt, aðgengilegt og notendavænt stafrænt gagnasafn með fræðilegri umfjöllun og beinum tengingum við önnur skyld gagnasöfn, bæði íslensk og erlend. Þar er um að ræða stafræn handrita- og bókasöfn, gagnagrunna og vefsíður. Hér verður sagt frá söfnuninni og útgáfunni en sjónum síðan beint sérstaklega að tengslaneti Jóns og samstarfsmanna hans, fólkinu sem sendi honum sögur, þeim sem sögðu sögurnar og þeim sem skrásettu þær. 

Rósa Þorsteinsdóttir er rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

 

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook