Ráðstefna nemenda um norrænar bókmenntir og samfélag á miðöldum. 07.04.2017

 

7. og 8. apríl næstkomandi verður í sjöunda sinn haldin við Háskóla Íslands nemendaráðstefna um norrænt samfélag og bókmenntir á miðöldum. Ráðstefnan er skipulögð af doktorsnemum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er haldin í samstarfi við Miðaldastofu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðstefnan í ár einkennist af mikilli breidd. Fyrirlesarar koma frá ellefu háskólum og níu löndum, til að mynda Bretlandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kanada. Af ólíkum umfjöllunarefnum á ráðstefnunni má nefna handritið Lbs 764 8vo sem inniheldur rúnagaldra, geðsjúkdóma í Ívars þætti Ingimundarsonar, áhuga nútímamanna á víkingakonum sem birtist í poppmenningu og afturgöngurnar að Fróðá í Eyrbyggja sögu.

Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar. Erindin fara fram á ensku.

 

Dagskráin er opin öllum og fer fram í stofu 101 í Odda, frá 14.00 til 17.30 á föstudeginum og 9.00 til 17.45 á laugardeginum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður upp á veitingar í hléum.

 

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook