Fundur íslenskulektora sem starfa erlendis 26.05.2018

Árlegur fundur íslensku sendikennaranna erlendis verður haldinn í Reykjavík, 26. maí. Alþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum  annast skipulag fundarins og undirbúning hans í samráði við íslenskulektorana erlendis. Á fundinum verður rætt um kennslu í íslensku fyrir útlendinga, kennslufræði tungumála, kennslubækur í íslensku fyrir útlendinga, íslenska menningarkynningu erlendis og íslensk fræði. Í tengslum við fundinn verður haldin ráðstefna um íslensku sem annað og erlent mál.

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook