Lífsblómið - leiðsögn með sérfræðingi frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 15.09.2018
Helgin 15. – 16. september verður tileinkuð sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár. 

Laugardaginn 15. september kl. 14 mun Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar, leiða gesti um sýninguna þar sem sérstök áhersla verður lögð á handritin á sýningunni.

Sunnudaginn 16. september kl. 14 munu Dagný Heiðdal, deildarstjóri listaverkadeildar í Listasafni Íslands ásamt Unnari Ingvarssyni sérfræðingi hjá Þjóðskjalasafni Íslands leiða gesti um sýninguna þar sem þau leggja sérstaka áherslu á myndlistina og skjölin á sýningunni.

Aðgangseyrir á safnið gildir.
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook