Dagur íslenskrar tungu - Hátíðardagskrá 16.11.2018

Hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis verður í ár haldin á Höfn í Hornafirði. Þar verður kunngert hver hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára má finna hér.

Hátíðardagskráin verður fjölbreytt í ár því við beinum augum okkar að nýyrðum. Jónas Hallgrímsson var mikilvirkur nýyrðasmiður og á síðu dags íslenskrar tungu á Facebook má fyrri hluta nóvembermánaðar rifja upp nokkur af þeim orðum sem hann telst höfundur að. Mikil þörf er á nýjum orðum yfir aðskiljanleg og ný fyrirbæri í síkvikum heimi. Við fáum ungu kynslóðina í lið með okkur en þeim gefst kostur á að spreyta sig á smíði nýrra orða í tengslum við opnun Nýyrðabanka sem unnið hefur verið að um skeið við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

 

 

Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook