Málþing Orðs og tungu 2012 04.05.2012
Orð og tunga 14

Tímaritið Orð og tunga boðar til málþings um þemað

Íslenska sem viðfangsmál í íslensk-erlendum orðabókum. Sjónarmið og aðferðir við öflun, val og framsetningu efnisins.

Málþingið fer fram í safnaðarheimili Neskirkju v/Hagatorg föstudaginn 4. maí n.k. og hefst kl. 13:00.


Þema málþingsins var valið í ljósi þess að á undanförnum árum hafa verið gefnar út allmargar nýjar orðabækur milli íslensku og annarra mála. Markmálin eru innbyrðis ólík og orðabækurnar eru hver með sínu móti. Á þinginu verður rætt um leiðir við efnisöflun, efnisafmörkun og framsetningu í slíkum bókum og um ýmiss konar álitamál sem óhjákvæmilega koma upp við gerð tvímálaorðabóka með íslensku sem viðfangsmál. Frummælendur í fyrri hluta þingsins sátu í ritstjórnum þriggja nýlegra orðabóka af þessu tagi og þeir munu fjalla um sjónarmið sem skiptu máli við gerð þeirra og aðferðir sem þar var beitt. Í síðari hlutanum verða síðan tveir fyrirlestrar þar sem efnið verður reifað almennt. Rúmur tími er gefinn til umræðna og er þess vænst að áhugafólk um orðabókagerð fjölmenni á þingið og taki virkan þátt í umræðum.

Dagskrá

13:00    Setning og inngangur
13:10    Nokkrar nýlegar íslensk-erlendar orðabækur
               Guðrún H. Tulinius (Íslensk-spænsk orðabók)
               Stanisław J. Bartoszek (Íslensk-pólsk pólsk-íslensk orðabók)
               Þórdís Úlfarsdóttir (ISLEX orðabókin)
14:10    Umræður

14:45    KAFFIHLÉ

15:15    Kristín Bjarnadóttir: Hvert á að sækja orðaforðann í orðabók?
15:45    Jón Hilmar Jónsson: Íslensk-erlend orðabók: aðföng, afmörkun og efnisskipan.
16:15    Umræður og samantekt
16:30    Málþinginu slitið

Dagskrá til útprentunar (pdf, 598k)

Nánari lýsing á þema málþingsins (pdf, 405k)

Útdrættir úr erindum (pdf, 175k)

Tímaritið Orð og tunga

 

Til baka