Vinnuaðstaða

Lesstofa Árnastofnunar í Árnagarði

Fræðimenn, doktorsnemar sem eru skráðir í nám og nýdoktorar sem stunda rannsóknir á fræðasviðum stofnunarinnar geta sótt um vinnuborð á lestrarsölum í Árnagarði eða Laugavegi 13. 

Að öllu jöfnu er pláss fyrir um 12-14 doktorsnema og nýdoktora í einu auk fræðimanna. Þeir eru beðnir að útfylla umsóknareyðublað og senda til Guðnýjar Ragnarsdóttur bókasafns- og upplýsingafræðings sem hefur umsjón með lestrarsölum og úthlutar vinnuaðstöðu. Netfang: gudny.ragnarsdottir [hjá] arnastofnun.is. Sími: 525 4022