Skip to main content
Þjóðsögur og -kvæði
Þjóðfræði er fræðigrein sem rannsakar alþýðumenningu, aðstæður fólks og samfélag á hverjum tíma og svo tjáningu þess, listfengi og fagurfræði hversdagsins. Á meðal viðfangsefna þjóðfræðinnar eru þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög, þjóðdansar, hátíðir og leikir, klæðnaður, matarhættir, heimilis- og atvinnuhættir, þjóðtrú, siðir og venjur.

Á menningarsviði eru stundaðar rannsóknir í þjóðfræði og unnið að margvíslegum verkefnum sem fyrst og fremst falla undir þá undirgrein þjóðfræðinnar sem er kölluð þjóðsagnafræði en hún fæst við rannsóknir á sögum og kvæðum, hverjir fluttu þau og hvernig. Miklu efni hefur verið safnað úr munnlegri geymd og er hljóðritasafn stofnunarinnar, sjá ismus.is, náma fyrir rannsóknir á þjóðsögnum, ævintýrum, kveðskap og þjóðháttum.