Skip to main content
13. mars 2020
Þulusafn Jóns Árnasonar

Meðal margvíslegra safnhandrita Jóns Árnasonar með þjóðfræðum er Lbs 587 4to, þulu- og þjóðkvæðasafn. Þar eru bæði uppskriftir Jóns og annarra á þulum og þjóðkvæðum úr munnlegri geymd og afrit af sams konar textum úr öðrum handritum.

13. desember 2019
Fimur var Finnbogi rammi − AM 165 a fol.

Frá sautjándu öld er varðveittur aragrúi pappírshandrita sem geyma uppskriftir miðaldatexta. Í sumum tilvikum eru handritin ómetanleg vegna þess að forritin hafa glatast eftir að skrifað var upp eftir þeim. Önnur hafa lítið sem ekkert textagildi því að eldri forrit þess eru varðveitt. Þetta á meðal annars við um handrit í safni Árna Magnússonar undir safnmarkinu AM 165 a fol. Handritið er ekki varðveitt í upprunalegri mynd heldur var það hluti af talsvert stærri bók sem var tekin í sundur og er nú varðveitt undir alls sautján safnmörkum. Sá hluti sem nú er varðveittur sem AM 165 a fol.

22. nóvember 2019
Kvæðahandrit í eigu konu á 17. öld

Það vekur nokkra furðu að „hreinræktuð“ kvæðahandrit með veraldlegum kveðskap og rímum er vart að finna í eigu kvenna á 17. öld. Yfirleitt er kveðskapur af þessu tagi í handritum með öðru efni, sögum og einkum trúarlegum kveðskap. Sigríður Erlendsdóttir (f. 1653) á Syðri-Völlum í Húnavatnssýslu átti þó eitt sem kemst nálægt því að geyma einungis veraldlegan kveðskap en það er samsett úr 14 handritum eða handritsbrotum (AM 149 8vo). Samkvæmt lýsingu átti Ingvars saga að fylgja handritinu en er þar ekki nú. Flest handritin í AM 149 8vo eru tímasett til 17. aldar en sum eru e.t.v.

28. október 2019
Þjóðsögur Magnúsar Grímssonar í AM 968 4to

Segja má að árið 1845 sé upphafsár þjóðfræðasöfnunar á Íslandi í anda Grimmsbræðra. Það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna öllum „alþýðlegum fornfræðum“ sem þeir gætu komist yfir og átti Magnús að safna sögum en Jón „kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum“. Afraksturinn af þessu samstarfi varð fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið, Íslenzk æfintýri, sem þeir félagar gáfu út árið 1852.

27. september 2019
Almanak að austan — Tröllkonurím AM 470 12mo

Um aldir hefur hugtakið rím verið notað á Íslandi yfir tímatöflur eins og þá sem er meginefni þessa handrits. Þar er skráð hvernig dagar ársins skiptast á mánuði og gerð grein fyrir messudögum helgra manna og kvenna. Slík rímtöl voru klerkum nauðsynleg svo að þeir gætu haldið lögboðna helgidaga kirkjunnar í heiðri, en sömu töflur var hægt að nota ár eftir ár og jafnvel öldum saman.

16. september 2019
Njáls bíta ráðin – AM 555 c 4to

Á sautjándu öld voru biskupssetrin í Skálholti og á Hólum lærdómssetur þar sem fjöldi handrita var skrifaður upp. Þorlákur Skúlason biskup á Hólum var með marga skrifara á sínum snærum og það sama á við um Brynjólf biskup Sveinsson í Skálholti.

Forngripir í Hólakirkju I
2. september 2019
Forngripir í Hólakirkju

Þekktastur er Árni Magnússon fyrir að safna gömlum handritum og skrifa þau upp en margt fleira gerði hann sem miðaði að því að skrásetja íslenska menningu og fornan fróðleik. Mikilsvert dæmi af þessu tagi er handritið NKS 328 8vo sem geymir lýsingar á Hóladómkirkju og gripum sem þar mátti finna á dögum Árna. Margt sem hér er skrásett væri annars með öllu gleymt.

15. júlí 2019
„Öl er annar maður“ – málsháttur í nokkrum handritum Grettis sögu

Eitt af því sem helst vekur forvitni þeirra sem rannsaka texta í handritum er þegar vart verður við misritun eða tilbrigði í texta sem skrifaður er upp úr einu handriti í annað. Sú hugmynd sótti á höfund þessa pistils að hugsanlega hefði slíkt getað átt sér stað þar sem hin fleygu orð úr Grettis sögu „öl er annar maður“ kemur fyrir vegna þess að til er annar og þekktari málsháttur sem hefur svipað yfirbragð, þótt merkingin sé önnur: „öl er innri maður“. Einungis skeikar örfáum dráttum í bókstöfunum sem mynda setningarnar.