Skip to main content
14. nóvember 2019
Úrfellingarpunktar

Úrfellingarpunktar

Úrfellingarpunktar (…) (e. ellipsis) er greinarmerki sem hefur sjálfstætt hlutverk: táknar úrfellingu úr orði eða setningu eða jafnvel hik. Fjallað er um notkun þess í undirkafla 31.2 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.

Merkið er sett saman úr þremur punktum en er sjálfstætt tákn í flestum leturgerðum og þess gætt af leturhönnuðum að bil milli punkta í merkinu sé hæfilegt. Hér má sjá dæmi um muninn á þremur punktum og tákninu fyrir úrfellingarpunkta:

26. ágúst 2019
Af hverju eru íðorð mikilvæg?

Íðorð eru orð eða orðasambönd sem eru notuð í sérfræðilegri orðræðu. Fræðileg orðræða krefst nákvæmra íðorða og án þeirra er erfitt að miðla þekkingu og tala og skrifa um sérfræðileg efni.

23. júlí 2019
Fjalldalafífill pistill Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen

Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði,  þ.e. PlöntuheitiNytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.

13. júní 2019
​​​​​​​Athyglisvert

Orðið athygli var fyrrum ýmist í hvorugkyni (eignarfall: athyglis) eða í kvenkyni (eignarfall: athygli) en í dag er það nær alltaf í kvenkyni. Til marks um það má nefna að aðeins tvö raunveruleg dæmi um hvorugkynseignarfallið athyglis fundust í Risamálheild Árnastofnunar (annað frá 1946 og hitt frá 1983) en í málheildinni eru um 245 þúsund dæmi um orðið athygli.  

24. apríl 2019
Blessuð sólin elskar allt

Þessi blessuð börn eru glöðBlessuð sólin elskar allt...

Meginreglan er sú í íslensku að merkingarleg ákveðni kallar á veika beygingu lýsingarorða í nafnliðum. Hér er dæmi um slík áhrif ákveðna greinisins:

Samviskusama (veik beyging) konan gladdist.