Skip to main content

Fréttir

Leikskólabörn á sviði snúa baki í okkur. Fjöldi fólks stendur á móti þeim og hlýðir á.
Ársafmæli Eddu
Edda var vígð síðasta vetrardag 19. apríl 2023 við hátíðlega athöfn. Daginn eftir, sumardaginn fyrsta, var opið hús í Eddu og almenningi boðið að koma og skoða bygginguna. Með fréttinni eru myndir frá vígslunni og opnu húsi í fyrra.
Þrjú sitja við borð og einn stendur á bak við þau. Í bakgrunni eru grænar hillur og skápar, hvort tveggja fullt af gömlum bókum.
Nýtt íðorðasafn í jarðeðlisfræði
Sífellt fleiri akademískir starfsmenn háskólanna eru af erlendum uppruna og þurfa nauðsynlega að hafa íðorðasöfn við höndina við vinnu sína í íslensku umhverfi. Íðorðasafnið er einnig mikilvægt fyrir almenning og fréttamenn á Íslandi vegna endurtekinna náttúruhamfara og nauðsynlegt er að geta tjáð sig um þessi náttúrufyrirbrigði á íslensku máli.
Fingur bendir á flúraða stafi í stílabók. Á síðunni stendur "Gerðabók örnefnanefndar"
Ný örnefnanefnd
Íslensk málnefnd og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tilnefna hvor sinn fulltrúa. Einnig tilnefna umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra sinn fulltrúann hvor.
Mannfræði bókmennta og sköpunar á Íslandi – töfrandi landslag
Charlotte E. Christiansen er nýdoktor í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Verkefni hennar nefnist á ensku „An anthropology of literature and creativity in Iceland – enchanted landscapes“ eða „Mannfræði bókmennta og sköpunar á Íslandi – töfrandi landslag“ og nær yfir tveggja ára tímabil frá júní 2023 til maí 2025.
LexicoNordica í 30 ár
Í árslok 2023 kom út 30. árgangur LexicoNordica, tímarits norræna orðabókafræðifélagsins NFL. Íslenskt orðabókafólk hefur tekið virkan þátt í starfi félagsins frá upphafi.