Orð og tunga

Mynd af kápu

Ritstjóri
Ari Páll Kristinsson

Orð og tunga er ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega.

Birtar eru fræðilegar greinar, á íslensku og ensku, sem lúta að máli og málfræði en sérstök áhersla er lögð á greinar um orðfræði, orðabókafræði, nafnfræði, íðorðafræði og málræktarfræði.

Greinarnar eru ritrýndar af a.m.k. tveimur ónefndum sérfræðingum auk ritstjóra.

Grein á íslensku fylgir stuttur efnisútdráttur á ensku en sé greinin á ensku er útdrátturinn á íslensku.

Orð og tunga kemur að jafnaði út í mars/apríl.

Áskrift að tímaritinu má panta hjá Bóksölu stúdenta.

 

Greinakall   

Orð og tunga 20 (2018)

Frestur til að skila greinarhandritum í 20. hefti Orðs og tungu (2018) er til 10. september 2017.

Með því að senda inn handrit lýsir væntanlegur höfundur sig samþykkan því fyrirkomulagi að greinin verði birt samtímis á prenti og í rafrænni gerð.