Skip to main content

Events

Leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn með sérfræðingi

13. February
2021
kl. 14–15

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er að renna sitt skeið og eru einungis þrjár sýningahelgar eftir.

Laugardaginn 13. febrúar kl. 14 mun Elizabeth M. Walgenbach, sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veita leiðsögn um sýninguna. Elizabeth mun sérstaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast íslenskri handrita- og menningarsögu.

Á sýningunni eru þrettán handrit frá ýmsum tímum sem hafa að geyma lögbókina Jónsbók, þar á meðal hina svokölluðu Skarðsbók Jónsbókar sem er með glæsilegustu handritum sem gerð voru á Íslandi á fjórtándu öld.

2021-02-13T14:00:00 - 2021-02-13T15:00:00