28. janúar | kl. 16–17.30 Málþing um fyrsta máltölvunarverkefnið: Tíðni orða í Hreiðrinu Viðburðurinn er sá fyrsti í röð á vegum Máltækniseturs og CLARIN-IS sem haldinn verður á næstu misserum og fjallar um sögu, upphaf og þróun íslenskrar máltækni.
7. febrúar | kl. 13–14 Skálholt – bókmenntamiðstöð Brynjólfs biskups Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
15. febrúar | kl. 23.45 Umsóknarfrestur fyrir alþjóðlegan sumarskóla í íslensku nútímamáli og menningu Árnastofnun og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert.
3. mars | kl. 12–13 Skortur eða gnægð? Viðaröflun norrænna manna á Grænlandi og áhrif þess á hið daglega líf Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
3. mars | kl. 16–18 Vendipunktar. Aðfluttar kvenraddir Á viðburðinum verður flutt myndbandsverk og efnt til opinnar umræðu um 1000 ára sögu aðfluttra kvenna á Íslandi.
14. mars | kl. 13–14 Hvað er málið með Eddu? Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
14. apríl | kl. 12–13 Handritin, tilfinningar og hugurinn á miðöldum Sif Ríkharðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.