Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur Skálmaldar, mun ræða við gesti um notkun sveitarinnar á norrænni goðafræði. Fyrirlesturinn verður með léttu yfirbragði og eru gestir hvattir til að spyrja spurninga.
Í fyrirlestrinum mun Lea D. Pokorny, doktorsnemi í sagnfræði, fjalla um hárham og holdrosa og hvernig þessar hliðar á skinnum dreifðust í íslenskum handritum.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 26 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík 3.–26. júní.
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis verður haldinn 11.–14. júní í Eddu í Reykjavík. Rætt verður m.a. um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2024–2025 verður kynnt.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 1.–31. júlí.