Umsóknarfrestur fyrir sumarskóla í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
15. febrúar er síðasti dagur til að skila inn umsóknum en sumarskólinn hefst 1. júlí 2025.
Sjá nánari upplýsingar um sumarskólann á íslensku eða ensku.
Annars hugar: Maó Alheimsdóttir
Eddu
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Maó Alheimdóttir heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 18. febrúar kl. 15–16. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Annars hugar.
Maó Alheimsdóttir skrifar á íslensku þó að móðurmál hennar sé pólska. Hún er með BA-próf í námsgreininni Íslenska sem annað mál með almenna bókmenntafræði sem aukagrein og er jafnframt með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Maó hefur einnig stundað nám í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla í París. Handrit að skáldsögu hennar „Veðurfregnir og jarðarfarir“ hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021. „Veðurfregnir og jarðarfarir“ kom út árið 2024 og er fyrsta skáldsagan sem frumsamin er á íslensku af höfundi sem lærði íslensku á fullorðinsaldri. Verk eftir Maó hafa birst í tímariti Máls og Menningar, Heimildinni og verið flutt í Ríkisútvarpinu. Maó hefur undanfarið unnið að íslenskri þýðingu á ljóðum Rómaskálds Papúsza fyrir bók sem væntanleg er og verður gefin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Fornar lögbækur og gildandi lög
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrum dómari, mun fjalla um fornar lögbækur og gildandi lög í hádegisfyrirlestri í Eddu. Erindið er liður í fyrirlestraröð sem tengd er handritasýningunni Heimur í orðum sem hefur m.a. að geyma nokkrar fornar lögbækur.
Nánar um efni erindisins verður auglýst síðar.
Jötnar hundvísir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur fjallar um jötna og aðrar vættir.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Örnefni í Íslendingasögum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge heldur hádegisfyrirlestur um örnefni í Íslendingasögum.
Nánar um viðburðinn síðar.
Litarefni í handritum
Giulia Zorzan doktorsnemi mun halda fyrirlestur um litarefni í handritum.
Nánar um fyrirlesturinn sem verður haldinn á ensku:
Pigments in manuscripts
This lecture will examine the material aspects of medieval book production, focusing on the main colourants used to decorate and enhance the texts in manuscripts. Drawing on recent non-invasive chemical analyses of selected Icelandic manuscripts (some of which are on display in the World in Words Exhibition), the lecture will present new insights into the dyes and pigments available to Icelandic scribes and artists in the Middle Ages. The findings indicate that, while possible local materials such as earths and lichens were utilised, Icelandic craftsmen also relied heavily on imported materials. Significantly, some of these were of considerable value and were available in Europe through extensive trading routes extending to the East, such as the expensive lapis lazuli used to obtain the so-called “ultramarine blue”.