Skip to main content

Events

Opnun á nýjum vef: nafnið.is

18. December
2020
kl. 15–16

Föstudaginn 18. desember, kl. 15, verður nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Af því tilefni verður haldinn smáviðburður sem streymt verður á netinu. Sagt verður frá vinnunni við vefinn og flutt stutt erindi um örnefni. Í lok fundar mun Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opna vefinn formlega.

Á vefnum má finna gögn um íslensk nöfn af ýmsu tagi. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.

Dagskrá:
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, ávarpar gesti.
Emily Lethbridge kynnir verkefnið.
Svavar Sigmundsson: „Staðhættir segja til nafns“.
Birna Lárusdóttir: „Heimur opnast“.
Trausti Dagsson og Pétur Húni Björnsson sýna notendaviðmót.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar vefsíðuna.

Krækja á streymi fundarins er hér.

2020-12-18T15:00:00 - 2020-12-18T16:00:00