Skip to main content

Árnastofnun í fjölmiðlum

RÚV (Orð um bækur) 3. október 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í þættinum gerir Svanhildur Óskarsdóttir grein fyrir nýrri ritröð sem komið hefur verið á fót við Árnastofnun og fengið hefur heitið Fornar biblíuþýðinga. Einnig segir hún meðal annars ítarlega frá tveimur fyrstu bindum ritraðarinnar, Júdítarbók og Makkabeabókum, sem nýlega komu út hjá stofnuninni.
2020
RÚV (Orð um bækur) 3. október 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í þættinum gerir Svanhildur Óskarsdóttir grein fyrir nýrri ritröð sem fengið hefur heitið Fornar biblíuþýðinga og komið hefur verið á fót við Árnastofnun. Einnig segir hún meðal annars ítarlega frá tveimur fyrstu bindum ritraðarinnar, Júdítarbók og Makkabeabókum, sem nýlega komu út hjá stofnuninni.
Vefmiðillinn Austurfrétt 2. október 2020. Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Í viðtalinu má lesa um fræðsluleiðangur þeirra Jakobs Birgissonar og Snorra Mássonar um Austurland, þar sem þeir heimsóttu fjölda grunnskóla, og viðburð sem haldinn var á vegum Árnastofnunar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 2. október.
Fréttablaðið 25. september 2020. Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Fræðararnir ungu, Jakob og Snorri, segja frá heimsóknum sínum í grunnskóla á landsbyggðinni þar sem þeir kynna handritin fyrir nemendum og segja frá söfnunarástríðu Árna Magnússonar.
Mbl.is 11. september. Eva María Jónsdóttir, Guðrún Nordal, Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Í fréttinni sem ber yfirskriftina „Kynna handritin fyrir grunnskólabörnum“ eru megináherslur miðlunarverkefnisins Handritin til barnanna kynntar.
Fréttablaðið 4. september 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Svanhildur Óskarsdóttir segir frá útgáfu Júdítarbókar og Makkabeabóka sem Árnastofnun hefur nýlega gefið út. Bækurnar eru tvö fyrstu bindin í nýrri ritröð sem nefnist Fornar Biblíuþýðingar.
Morgunblaðið 30. júlí 2020. Emily Lethbridge.
Í viðtalinu sem ber yfirskriftina „Hátt í 300 örnefni sem tengjast þrætum“ segir Emily m.a. að örnefni séu lýsandi fyrir samfélagsleg og efnahagsleg viðhorf og að þrætu-örnefnin sýni ekki að Íslendingar hafi verið þrætugjarnir − mun fremur hversu ómissandi landsins gæði voru fyrir fólk á fyrri tímum, en þrætu-örnefnin er gjarnan að finna á landamerkjum eða nálægt þeim. „Þau segja mest um gildi hvers strás, fólk vildi væntanlega ekki berjast heldur var lífið svo erfitt að fólk þurfti að passa vel upp á hvað það átti og hverju það hafði aðgang að.“ Skráning örnefnalýsinga er nú á lokastigum og er stefnt á að opna örnefnagrunninn í lok ársins. Þá verða gögnin aðgengileg almenningi á vefsíðunni Nafnid.is.
RÚV (Mannlegi þátturinn) 3. júní 2020. Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sögðu frá Vinafélagi Árnastofnunar og verkefninu Handritin til barnanna.
Bylgjan (Í bítið) 29. maí 2020. Ágústa Þorbergsdóttir
Ágústa Þorbergsdóttir sagði frá nýyrðum á tímum kórónuveirunnar.
Fréttablaðið 26. maí 2020. Mikilvægar orðabækur
Viðtal við Þórdísi Úlfarsdóttur og Halldóru Jónsdóttur.
RÚV (Samfélagið) 22. maí 2020. Birna Lárusdóttir
Birna segir frá ferð sinni út í Surtsey og rannsóknum sínum á nöfnum í eynni.
RÚV (Morgunvaktin) 20. maí 2020. Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor fjallaði um landvættina á Morgunvaktinni.
Fréttablaðið 2. maí 2020. Þórunn Sigurðardóttir
Um dyggðir og siðgæði íslenskra kvenna.
RÚV (Mannlegi þátturinn) 22. apríl 2020. Svanhildur Óskarsdóttir
Viðtal við Svanhildi Óskarsdóttur vegna sumargjafar Árnastofnunar, stafrænnar handritahirslu.
Fréttablaðið 24. apríl 2020. Sigurður Stefán Jónsson
Viðtal við ljósmyndara Árnastofnunar, Sigurð Stefán Jónsson, um stafrænu handritahilluna sem stofnunin færði þjóðinni að gjöf á sumardaginn fyrsta. Hugmyndin að þessum nýja vef hirslan.arnastofnun.is er frá Sigurði komin en þar er að finna tíu handrit í vörslu stofnunarinnar sem hægt er að fletta eins og um bók væri að ræða.
Fréttablaðið 3. apríl 2020. Handritin færð til barnanna
Eva María Jónsdóttir og Guðrún Nordal segja frá og kynna verkefnið Handritin til barnanna.
RÚV (Krakkarúv) 15. mars 2020. Stundin okkar heimsótti Árnastofnun og Safnahúsið
Í innslagi í þættinum var rætt við Evu Maríu Jónsdóttur, Guðvarð Má Gunnlaugsson, Margréti Eggertsdóttur og Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur.
RÚV (Íslenska mannflóran − Talarðu íslensku?) 1. febrúar 2020. Ari Páll Kristinsson
Ari Páll ræddi við Chanel Björk Sturludóttur um hugmyndir fólks um samband íslenskrar tungu og íslensks þjóðernis, og mikilvægi þess að velja heppileg hugtök þegar rætt er um blandaðan uppruna Íslendinga.
2019
RÚV (Morgunvaktin), 12. desember 2019, Halldóra Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir ræddi við Jóhann Hlíðar Harðarson um norrænu veforðabókina ISLEX, Orðabók Blöndals og almennt um orðabókamál.
RÚV (Morgunvaktin), 21. nóvember 2019, Jón G. Friðjónsson
Jón G. Friðjónsson, málvísindamaður og prófessor emerítus við Háskóla Íslands, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár.
Mbl.is,16. nóvember 2019
„Ertu reddí í easy snipe?“ Rætt við Helgu Hilmisdóttur, Evu Ragnarsdóttur Kamban og Sigríði Sigurjónsdóttur um rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál.
Morgunblaðið, 16. nóvember 2019, Karl Ágúst Úlfsson
„Íslensk­an er alltaf í hættu“
RÚV (Menningin), 14. nóvember 2019, Eva María Jónsdóttir
Viðtal við Evu Maríu Jónsdóttur í tilefni af degi íslenskrar tungu.
RÚV (Menningin), 13. nóvember 2019, Gísli Sigurðsson
Viðtal við Gísla Sigurðsson í tilefni af nýjum útvarpsþætti í fjórum hlutum um Völuspá.
RÚV (Menningin), 12. nóvember 2019, Árni Heimir Ingólfsson
Viðtal við Árna Heimi Ingólfsson um nýútkomna bók hans um tónlistararf Íslendinga, Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100−1800.
RÚV (Orð um bækur), 9. nóvember 2019, viðtal við Rósu Þorsteinsdóttur
Í þættinum var meðal annars fjallað um Skuggahliðin jólanna, safn kvæða og sagna sem varðveitt eru í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa Þorsteinsdóttir var gestur þáttarins.
Morgunblaðið, 17. október 2019
Rætt er við Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðing og rannsóknarlektor, um ráðstefnu sem haldin er 17.−18. október í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.

RÚV (Víðsjá), 16. október 2019, viðtal við Rósu Þorsteinsdóttur
Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor, var gestur Víðsjár í tilefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin er í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.
RÚV (Landinn), 6. október 2019
Viðtal við Silvíu Hufnagel um rannsóknarverkefnið Pappírsslóð rakin.
RÚV (Samfélagið), 25. september 2019, Kristín Bjarnadóttir
Kristín Bjarnadóttir ritstjóri á Árnastofnun fjallar um nýja vefsíðu BÍN.
RÚV (Orð um bækur), 14. september 2019
Rætt er við Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðing og rannsóknarlektor, um Kvæðamannafélagið Iðunni í tilefni af 90 ára afmæli þess og tengsl hennar við félagið.
RÚV (Morgunvaktin),15. ágúst 2019
Tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar fræðimanns og þjóðsagnasafnara. Viðtal við Rósu Þorsteinsdóttir.
RÚV (Samfélagið), 3. júní, viðtal við Aðalstein Hákonarson
Aðalsteinn Hákonarson verkefnisstjóri á nafnfræðisviði var í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 um nýjar leiðbeiningar handa sveitarfélögum um örnefnamál.
Bylgjan (Sprengisandur), 26. maí 2019, viðtal við Gísla Sigurðsson
Verða íslenskufræðingar óþarfir?
RÚV (Morgunvaktin), 9. maí 2019
Guðrún Nordal segir frá Húsi íslenskunnar.
Morgunblaðið, 8. maí 2019
Guðrún Nordal í viðtali um ársfund og Hús íslenskunnar.
RÚV (Landinn), 19. mars 2019
Guðvarður Már Gunnlaugsson í viðtali í Landanum.
Morgunblaðið, 11. mars 2019
Dr. Guðrún­ Kvar­an, pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands, kynnti áhugaverðar niður­stöður um íslenskan nafnaforða.
Fréttablaðið,16. febrúar 2019, viðtal við Árna Heimi Ingólfsson
Rætt við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing í blaðagrein um rannsóknir á söngbókarbrotum sem varðveitt eru í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi.
RÚV (Landinn), 31. janúar 2019
Vilhelmína Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Árnastofnun í viðtali um vefinn lifandihefdir.is
RÚV (Orð af orði), 20. janúar 2019
Ágústa Þorbergsdóttir segir frá vali Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á orði ársins 2018.
Morgunblaðið, 19. janúar 2019
Rætt við Aðalstein Hákonarson í blaðagrein um könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla.
RÚV (Menningin), 16. janúar 2019
Viðtal við Vasarė Rastonis, forvörð stofnunarinnar, um viðgerð á Flateyjarbók.
Bylgjan (Í bítið), 28. febrúar 2019
Viðtal við Guðrúnu Kvaran um hvaðan orðatiltæki eru upp runnin?
RÚV (Fréttir), 9. janúar 2019
Viðtal við Svanhildi Óskarsdóttur um eitt óvenjulegasta ,,ættarmót" sem sögur fara af þegar stefnt var saman í fyrsta sinn öllum ættkvíslum Njáluhandrita sem sum eru um 700 ára gömul.
2018
Sprengisandur, Vísir, 23. desember 2018
Guðrún Nordal, Eiríkur Rögnvaldsson og Lilja D. Alfreðsdóttir
Lestin, RÚV, 11. desember 2018
Umfjöllun um sýninguna Lífsblómið.
Samfélagið, RÚV, 16. nóvember 2018
Viðtal við Ágústu Þorbergsdóttur og Trausta Dagsson um nýyrðavef Árnastofnunar.
Morgunútvarpið, RÚV, 16. nóvember 2018
Eva María Jónsdóttir vef- og kynningarstjóri Árnastofnunar og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV í viðtali um nýyrði á degi íslenskrar tungu.
Víðsjá, Rás 1, 13. nóvember 2018
Viðtal við Þorleif Hauksson íslenskufræðing um Árna Magnússonar fyrirlestur hans í Norræna húsinu.
Menningin, RÚV, 18. október 2018
Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri Lífsblómsins, sýningar í Listasafni Íslands sem sett er upp í tilefni 100 ára afmælis fullveldis
Fullveldisöldin, RÚV, 14. október 2018
Þáttur um menningarlegt uppgjör Dana og Íslendinga. Deilur um skinnhandrit úr fórum Árna Magnússonar og skil forngripa sem varðveittir voru í Danmörku ollu orrahríð á milli þjóðanna tveggja.
Kiljan, RÚV, 9. október 2018
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar ræðir um bók sína Skiptidaga í Kiljunni.
2017
Fréttir, RÚV, 8. desember 2017
Viðgerð stendur yfir á Flateyjarbók, handriti frá 14. öld, m.a. til að hægt sé að sýna það í nýju húsi íslenskunnar sem mun rísa við Suðurgötu í Reykjavík.
2015
Roberta Frank ræðir um dróttkvæði í Viðtalinu
Roberta Frank er „Marie Borroff prófessor í ensku við Yale háskólann“ og talaði á Sturluþingi 2014.
2011
Fréttir, RÚV, 11. ágúst 2011
Í sumarskóla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum læra nemendur að meðhöndla og lesa forn handrit.