Skip to main content

Bókasafn

Á stofnuninni er öflugt rannsóknarbókasafn. Safnið á aðild að Gegni og er safnkosturinn leitarbær á Leitir.is

  • Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga frá 9−16 og á föstudögum frá 9−12.
  • Rit eru aðeins lánuð til notkunar á staðnum.
  • Netfang bókasafnsfræðings er bokasafn [hjá] arnastofnun.is.

Bókasafnið er ætlað til afnota fyrir sérfræðinga stofnunarinnar og aðra sem stunda rannsóknir á eða hafa áhuga á fræðasviðinu. Stærstur hluti þess er í Árnagarði v/Suðurgötu en safndeildir eru einnig á Laugavegi 13 þar sem nafnfræði-, málræktar- og orðfræðisvið eru til húsa.

Í safndeild í Árnagarði eru rit um íslensk fræði, evrópsk miðaldafræði og þjóðfræði. Þar er einnig handritamynda- og filmusafn. Á þjóðfræðisviði er varðveittur mikill fjöldi hljóðrita.

Í safndeildum á Laugavegi eru nafnfræðirit og rit um héraðasögu og landlýsingar og kortasafn á nafnfræðisviði. Á málræktar- og orðfræðisviðum er málfræðibókasafn Kjartans G. Ottóssonar og rit um málfar, íðorðafræði og orðabókargerð.

Í safninu öllu eru um 45.000 bækur og því berast u.þ.b. 156 tímaritatitlar og mikill fjöldi sérprenta. Sjóðir Þorsteins M. Jónssonar og Birgit Baldwin standa straum af árlegum vexti safnsins.

Starfsmenn og gestir stofnunarinnar hafa aðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum sem eru í áskrift Landsbókasafns Íslands  − Háskólabókasafns og eru opin á háskólasvæðinu og efni sem er í Landsaðgangi. Hægt er að fletta upp á tímaritsgreinum beint á Leitir.is