Skip to main content

Fréttir

Skjár síma sýnir orðabókasíðu. Þrjú tungumál eru í boði á síðunni - íslenska, enska og pólska. Fyrir miðjum skjá er bendilstrik fyrir framan setninguna "skrifaðu orð". Neðst á myndinni stendur "FÍT verðlaunin 2025 - Silfurverðlaun".
M.is fékk silfurverðlaun FÍT
Orðabókavefurinn m.is hlaut silfurverðlaun Félags íslenskra teiknara (FÍT) í tveimur flokkum, annars vegar í flokknum Grafísk miðlun og upplýsingahönnun og hins vegar í flokknum Vefsíður.
hendi flettir lýstum pappír
Sögulegur pappír aldursgreindur

Þessa dagana er unnið að því að aldursgreina pappír frá sautjándu öld með hjálp FTIR-litrófsgreiningar (e. Fourier-Transform Infrared spectroscopy). Þetta er liður í rannsóknarverkefninu Hringrás pappírs sem snýst um að efla fræðilega þekkingu á pappír sem notaður var á Íslandi áður fyrr. Aldursgreiningin er unnin í samstarfi við Academy of Fine Arts í Austurríki.

opna í dökku handriti. Stórir hringir, hver innan í öðrum ná yfir alla opnuna. Merkingar skráðar með litlu letri eru ýmist skrifaðar lárétt yfir síðuna eða fylgja hringjunum.
Ný handrit á sýningunni Heimur í orðum
Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur, annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða og merkilegt alfræðihandrit sem geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.
Borð, á borðinu er útvarp, ofan á því er miði með fyrirsögninni: Hvernig hjómar vesturíslenskan. Einnig er tölvuskjár sem sýnir heimskort, á miðri norður ameríku eru rauðir punktar. Borðið er skreytt með blómum
Vel heppnuð Safnanótt í Eddu
Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sóttu aðra viðburði sem haldnir voru á vegum stofnunarinnar í Eddu.