Skip to main content

Þjónusta

Þjónusta
Hlutverk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á.

Fjölbreytt starfsemi stofnunarinnar teygir sig til allra hópa samfélagsins og tekur til ráðgjafar um íslenskt mál, málnotkun, örnefni og önnur nöfn. Skólahópum býðst að heimsækja safnkennara og fræðast um leyndardóma handritanna. Á sumrin eru haldin námskeið ætluð nemendum sem vilja læra íslensku sem annað mál. Stofnunin stendur einnig fyrir sumarskóla í handritafræðum og ýmsum viðburðum fyrir almenning allt árið um kring.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er með aðsetur í Árnagarði við Suðurgötu, Laugavegi 13 og Þingholtsstræti 29.
Símanúmer stofnunarinnar er 525 4010.
Ráðgjöf
Stofnunin veitir margs konar ráðgjöf varðandi málfar, málfræði, örnefni og mannanöfn.
Skólahópar
Safnkennari stofnunarinnar tekur á móti skólahópum í tengslum við sýningu á gömlum handritum í Safnahúsinu við Hverfisgötu og býður upp á fræðsludagskrá um handritaarfinn og gamalt handverk við gerð handritanna. Þessi þjónusta er ekki fyrir hendi á haustmisseri 2020.
Handrit á sýningum
Um þessar mundir eru valin handrit í vörslu stofnunarinnar til sýnis á tveimur sýningum í miðborg Reykjavíkur.
Bókasafn
Á stofnuninni er starfrækt öflugt rannsóknarbókasafn. Safnið á aðild að Gegni og er safnkosturinn leitarbær á Leitir.is
Námskeið
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur með höndum hið mikilvæga hlutverk að styðja nám í íslensku sem öðru máli í háskólum víða um heim. Stofnunin á aðild að norrænni samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis.
Beiðnir
Stofnunin tekur við beiðnum um ljósmyndir af handritum, hljóðrit úr þjóðfræðisafni, safnkennslu, skjöl úr skjalasafni og vinnuastöðu hjá stofnuninni.