Skip to main content

Vinnuaðstaða

Vegna flutninga

Umsækjendur athugið að vorið 2023 standa fyrir dyrum  flutningar í nýtt hús íslenskunnar (nánari tímasetning er væntanleg síðar).

Ekki er hægt að tryggja lesaðstöðu á meðan á þeim stendur og eru umsækjendur hvattir til að tryggja sér lesaðstöðu annars staðar.

Lesaðstaða fyrir doktorsnema í nýja húsinu verður á vegum Háskóla Íslands og ekki lengur á vegum stofnunarinnar.

 

Reglur um aðgang gesta að vinnuaðstöðu

Þeir sem vinna með gögn í rannsóknum sínum sem aðeins eru varðveitt á Árnastofnun hafa forgang umfram aðra fræðimenn til að fá vinnuaðstöðu.

Nýdoktor getur fengið vinnuaðstöðu til jafn langs tíma og styrkur er veittur til, þó aldrei lengur en í þrjú ár. Sama gildir um aðra fræðimenn sem hafa hlotið rannsóknarstyrk.

Doktorsnemi getur fengið vinnuaðstöðu til allt að þriggja eða fjögurra ára (fer eftir lengd náms) með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Aðrir fræðimenn geta fengið vinnuaðstöðu til þriggja til sex mánaða í senn. Endurnýja skal umsókn ef gestur óskar eftir að fá að halda vinnuaðstöðu lengur.

Veita má stúdent sem er að skrifa MA-ritgerð á fræðasviði stofnunarinnar borð í mánuð.

Leitast er við að halda tveimur lesborðanna í Árnagarði fráteknum fyrir tilfallandi gesti.

Ef viðvera gesta er ekki góð eða regluleg að jafnaði (undir 70%), geta þeir átt á hættu að missa vinnuaðstöðu sína.

Fræðimenn sem óska eftir að fá vinnuaðstöðu á stofnuninni skulu sækja um á meðfylgjandi umsóknareyðublaði og setja sig í samband við bókasafns- og upplýsingafræðing sem hefur umsjón með lestrarsölum og úthlutar vinnuaðstöðu:

 
Netfang: bokasafn [hjá] arnastofnun.is.
Sími: 525 4022.