Um þessar mundir er Trektarbók Snorra-Eddu á Íslandi í fyrsta sinn í fjórar aldir. Trektarbók er eitt af mikilvægustu handritum sem varðveita Snorra-Eddu og er jafnan talin með fjórum meginhandritum verksins.
Stundum veltir fólk fyrir sér hversu gömul einstök orð eru. Íslensk orð eru misgömul og endurspegla langa sögu tungumálsins, allt frá frumindóevrópskum tíma fram á okkar daga.
Íslensk fræði eru kennd víða um heim, þar á meðal í Japan. Kennsla í vestrænum bókmenntum varð til þess að japanskir námsmenn komust fyrst í kynni við íslenska tungu og menningu sem var gjörólík þeirra eigin.
Með tilkomu prentverksins var síður en svo skrúfað fyrir framleiðslu handskrifaðra bóka; þvert á móti lifðu miðlarnir tveir, prentaða bókin og handritið, saman um langt skeið í dýnamísku og frjóu sambandi.
Undanfarið hafa orðið miklar framfarir í vélþýðingartækni og nú er svo komið að vélþýðingar geta gagnast mörgum sem vilja þýða texta á ýmsum sviðum úr íslensku á önnur mál eða úr öðrum málum á íslensku.