Skip to main content

Pistlar

Hlið innkaupakerru. Fyrir framan hana, úr fókus, má greina vörustæður og fólk í verslun.
3. desember 2024
Kjörbúð

Fyrir 69 árum var efnt til óvenjulegrar samkeppni hér á landi. Fyrir henni stóð Samband íslenskra samvinnufélaga. Þar var almenningi gefinn kostur á leggja til orð, eða mæla með orði, sem hafa mætti um ákveðna nýjung í verslunarháttum hjá Sambandinu: sjálfsafgreiðslubúðir.

Opið handrit. Skriftin er smágerð og línur þéttar. Síður eru ljósbrúnar, eilítið krumpaðar í hornum.
19. nóvember 2024
Handrit í heimsókn: Morkinskinna, GKS 1009 fol.

Á nýrri sýningu í Eddu gefst nú einstakt tækifæri til að sjá nokkur handrit sem alla jafna eru varðveitt í Danmörku. Þar á meðal er eitt elsta handrit konungasagna, Morkinskinna, sem er frá seinni hluta þrettándu aldar.

Tvær hendur sem mögulega tilheyra karlmanni hvíla á borði. Önnur þeirra heldur um kaffibolla og hin réttir annan bolla áfram. Tvær hendur sem mögulega tilheyra konu taka á móti bollanum.
5. nóvember 2024
Talað mál í orðasöfnum og orðabókum

Þrátt fyrir mikilvægi munnlegra samskipta hafa orðabókafræðingar gefið samtölum lítinn gaum. Íslenskar orðabækur, eins og orðabækur annarra evrópskra mála, byggjast nefnilega fyrst og fremst á rituðum heimildum.

Lokað, snjáð handrit.
23. október 2024
Handritið í kjallaranum: SÁM 191

Óvænt gleðitíðindi bárust frá Kanada þegar íslenskt handrit frá dögum Árna Magnússonar fannst við tiltekt á heimili í Kingston, Ontario. Handritið reyndist mikill fengur fyrir áhugafólk um 17. öld.

Orðaský með ýmsum íslenskum orðum.
3. september 2024
Viðbætur við orðabókina

Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.

9. júlí 2024
Horfin orð

Orðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.

Sama skjalið sýnt með mismunandi ljósmyndaaðferðum svo síðurnar eru ýmist dökk- eða ljósbrúnar eða dökk- eða ljósgráar.
20. júní 2024
Uppskafningur Guðmundar góða

Fornbréf sem Árni Magnússon sankaði að sér eru yfir 5000 talsins, þar af rúmlega 2000 íslensk, og eru þá ótalin nokkur þúsund afrit sem Árni gerði eða lét gera eftir fornbréfum sem mörg hver hafa síðan glatast. Á meðal fornbréfanna eru þó nokkrir uppskafningar, þ.e.a.s. skinnblöð þar sem búið er að skafa eða nudda upprunalegan texta af skinninu til þess að koma þar fyrir nýjum texta.