Handrita- og textafræði
Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab. Systurstofnun við Kaupmannahafnarháskóla sem m.a. varðveitir hluta handritasafns Árna Magnússonar í Den arnamagnæanske håndskriftsamling. Margvíslegt samstarf er á milli stofnananna, t.a.m. sumarskóli í handritafræðum.
Handrit.is. Samstarfsverkefni stofnunarinnar, Landsbókasafns Íslands og Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab í Kaupmannahöfn um skráningu handrita og birtingu á vef. Verkefnisstjórar á stofnuninni eru Haukur Þorgeirsson og Þórunn Sigurðardóttir.
MENOTA. Medieval Nordic Text Archive eða Safn norrænna miðaldatexta. Stofnunin á aðild að verkefninu og leggur til texta. Haraldur Bernharðsson er tengiliður stofnunarinnar, varamenn hans eru Beeke Stegman og Haukur Þorgeirsson.
NNE = Nordisk netværk for editionsfilologer. Svanhildur Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir eru fulltrúar stofnunarinnar.r.
Nordiskt netværk for renaissancestudier. Margrét Eggertsdóttir er tengiliður stofnunarinnar.
AMARC The Association for Manuscripts and Archives in Research Collections. Tengiliður er Guðvarður Már Gunnlaugsson
FIDEM Fédération Internationale des Instituts d'Études Mediévales. Tengiliður er Guðvarður Már Gunnlaugsson
Mál og málnotkun
Arbejdsgruppe – klarsprog i Norden. Þátttaka í norrænu samstarfi um skýrt mál í stjórnsýslu. Tengiliður er Ari Páll Kristinsson.
CLARIN. Skrifstofa þessa rannsóknarinnviðaverkefnis Evrópusambandsins er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Landsfulltrúi á Íslandi er Eiríkur Rögnvaldsson.
EFNIL (European Federation of National Institutions for Language). Alþjóðasamtök stofnana sem sinna evrópskum þjóðtungum. Íslensk málnefnd á aðild að EFNIL. Tengiliður af hálfu Árnastofnunar er Ari Páll Kristinsson.
ELEXIS. Stofnunin á áheyrnaraðild að ELEXIS sem er samstarfsnet 17 háskólastofnana um innviði evrópskra orðabóka sem er fjögurra ára áætlun með styrk frá Evrópusambandinu innan Horizon 2020.
NFL. Stofnunin á aðild að Norrænu félagi um orðabókafræði. Félagið heldur ráðstefnur annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum og situr Þórdís Úlfarsdóttir í stjórn þess. Það gefur út tímaritið LexicoNordica og er Ásta Svavarsdóttir í ritstjórn.
Nordterm og EAFT og INFOTERM. Stofnunin á aðild að norrænu íðorðasamtökunum, Evrópusamtökum um íðorðastarfsemi og alþjóðasamtökum um íðorðastarf. Tengiliður er Ágústa Þorbergsdóttir.
N'CLAV (Nordic collaboration on language variation) er norrænt rannsóknarnet málvísindafólks sem stundar margvíslegar rannsóknir á tilbrigðum í máli og málnotkun. Ásta Svavarsdóttir er íslenskur fulltrúi í stýrihópi netsins.
Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Stofnunin annast skrifstofuhald fyrir nefndina sem veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis. Tungumál Norðurlanda eru kennd við um 240 háskóla í heiminum. Verkefnisstjóri er Branisav Bédi.
Samstarfsnet norrænu málnefndaskrifstofanna, s.s. með þátttöku í samvinnuverkefnum á sviði málfarsráðgjafar, rannsókna, tæknimála, útgáfu tímaritsins Språk i Norden o.fl. Tengiliður er Ágústa Þorbergsdóttir.
SLICE (Standard Language Ideology in Contemporary Europe). Evrópskt rannsóknarnet málvísindafólks. Tengiliðir eru Ari Páll Kristinsson og Ásta Svavarsdóttir.
Nafnfræði
NORNA. Norræn samvinnunefnd um nafnarannsóknir. Samvinnunefndin heldur ráðstefnur og tekur saman árlega ritaskrá um norræna nafnfræði til birtingar á heimasíðu sinni og skrifar yfirlitsgrein um norræna nafnfræði til birtingar í tímaritinu Namn och Bygd.
ICOS. Alþjóðasamtök nafnfræðinga. Stofnunin á aðild að þeim í gegnum NORNA.
UNGEGN. Samstarfshópur Sameinuðu þjóðanna um landafræðiheiti. Stofnunin tekur þátt í starfi hópsins í gegnum deild Norðurlanda í samstarfshópnum, Norden division.
Nám og kennsla
Stofnunin hefur umsjón með kennslu í íslensku og þjónustu við háskólakennara í íslensku við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda. Stuðningur er við íslenskukennslu á 17 stöðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína. Forníslenska er kennd við um 100 háskóla erlendis, nútímaíslenska við 40. Tengiliður er Branislav Bedi.
NORDKURS. Samstarf um sumarnámskeið fyrir norræna stúdenta í tungumálum og bókmenntum á Norðurlöndunum. Tengiliður er Branislav Bédi.
Nefnd um kennslu í Norðurlandafræðum. Tengiliður er Branislav Bédi.
Samnorrænt meistaranám í miðaldafræðum með styrk frá norrænu ráðherranefndinni. Í samstarfi við HÍ og háskólana í Osló, Kaupmannahöfn og Árósum. Tengiliður er Gísli Sigurðsson.
Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Stofnunin annast skrifstofuhald fyrir nefndina sem veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis. Tungumál Norðurlanda eru kennd við um 240 háskóla í heiminum. Verkefnisstjóri er Branislav Bédi.
Sumarskóli í handritafræðum. Sumarskólinn er alþjóðlegur og haldinn á hverju ári af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Institut for Nordiske studier og sprogvidenskab) til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þegar námskeiðið er á Íslandi er það gert í samvinnu við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn. Tengiliður er Beeke Stegman.
Þjóðfræði
Norrænt meistarnám í miðaldafræðum í samvinnu við Háskóla Íslands, Oslóarháskóla, Hafnarháskóla og háskólann í Árósum. Tengiliður er Gísli Sigurðsson.
NoFF (Nordiskt forum för folkmusikforskning och -dokumentation / Nordic Forum for Folk Musik Research and Documentation). Samstarfsnet norrænna þjóðlagafræðinga sem tengjast þjóðfræðisöfnum. Fundir eru haldnir árlega, til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tengiliður er Rósa Þorsteinsdóttir.
Samstarf við Svend Nielsen, fyrrverandi starfsmann Dansk Folkemindesamling um útgáfu hljómdiska með 10 kvæðamönnum sem hann og Hallfreður Örn Eiríksson hljóðrituðu hér á landi á 7. áratug síðustu aldar. Tengiliður er Rósa Þorsteinsdóttir.
Vinnuhópur SIEF (Société Internationale d´Ethnologie et de Folklore) fyrir þjóðfræðisöfn, sem hefur að markmiði að tengja saman safnverði og fræðafólk á þjóðfræðisöfnum víða um heim. Tengiliður er Rósa Þorsteinsdóttir.
Bókasöfn
ARLIS Norden. Samtök listbókasafna á Norðurlöndum. Sambærileg samtök eru á Bretlandi og Ameríku. Samtökin eiga fulltrúa í IFLA. Tengiliður er Guðný Ragnarsdóttir.
Einstök rannsóknarverkefni, sem er fjallað um undir Rannsóknir, eiga jafnframt í margvíslegu samstarfi við stofnanir og einstaklinga innanlands og utan.