Skip to main content

Fréttir

Blávingull og axhnoðapuntur undirbúa jarðveginn fyrir Hús íslenskunnar

Nú í ágústlok var farið á vettvang til að skoða flóruna sem hefur tekið sér bólfestu í holu íslenskra fræða. Svo síðla sumars voru plönturnar flestar hættar að blómsta og strá farin mjög að visna sem gerði greininguna erfiðari.

31 tegund fannst í þessari yfirferð en ekki tókst að greina eina tegundina. Mjög líklegt er að fleiri tegundir finnist á svæðinu þar sem það var ekki fínkembt.

 

 

Hér fer á eftir listi þar sem greindar eru 30 tegundir. Latnesku heitin eru fengin af vefsíðunni floraislands.is sem Hörður Kristinsson hefur tekið saman:


augnfró (Euphrasia frigida)
hóffífill (Tussilago farfara)
krossfífill (Senecio vulgaris)
vætudúnurt (Epilobium watsonii)
akurarfi (Stellaria graminea)
túnfífill (Taraxacum spp.)
undafífill (Hieracium spp.)
baldursbrá (Matricaria maritima)
njóli (Rumex longifolius)
blóðarfi (Polygonum aviculare)
túnsúra (Rumex acetosa)
skarfakál (Cochlearia officinalis)
engjamunablóm (Myosotis scorpioides)
langkrækill (Sagina saginoides)
garðamaríustakkur (Alchemilla mollis)
mýrelfting (Equisetum palustre)

 

 

 

 

Grastegundir og sef:

axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)
blásveifgras (Poa glauca)
blávingull (Festuca vivipara)
háliðagras (Alopecurus pratensis)
mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum) vatnajurt, ekki eiginlegt gras
mýrasef (Uncus alpinoarticularus)
túnvingull (Festuca richardsonii)
týtulíngresi (Agrostis vinealis)
vallarfoxgras (Phleum pratense)

 

 

Trjátegundir:

fjallavíðir (=grávíðir) (Salix arctica)
gulvíðir (Salix phylicifolia) 
alaskaösp (Populus trichocarpa) margar upp í 1 m háar
birki (Betula pubescens) um 5 cm hátt
reynir (Sorbus aucuparia) um 5 cm hár

 

Fyrirhugað er að fara í sambærilega rannsóknarferð næsta sumar ef byggingarframkvæmdir verða ekki hafnar.