Skip to main content

Fréttir

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2022

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaunin í ár við athöfn í Fellaskóla. Við sama tækifæri fengu Tungumálatöfrar sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu.

Rökstuðning ráðgjafarnefndar ráðherra má sjá hér:

Bragi Valdimar Skúlason

Heimsókn frá franska sendiráðinu

Nýr sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, og Renaud Durville, menningarfulltrúi franska sendiráðsins, heimsóttu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á dögunum.

Myndband: Elsta íslenska vatnsmerkið

Silvia Hufnagel starfar við rannsóknarverkefnið Pappírsslóð rakin. Efniviður íslenskra bóka og handrita frá 16. og 17. öld — frá pappírsframleiðslu til bókasafna.

Hér segir hún frá rannsókn á uppruna elsta íslenska vatnsmerkisins.

 

Handhafar verðlauna frá EFNIL standa sitt hvoru megin við Sabine Kirchmeier forseta EFNIL
Frá ársfundi EFNIL

Ársfundur EFNIL (European Federation of National Institutions of Language) var haldinn í Vilnius 11.−13. október. Jafnframt fór þá fram hin árlega ráðstefna samtakanna og var aðalumræðuefnið fólksflutningar og tungumál. Fjallað var um máltileinkun og aðlögun að málaðstæðum í nýju landi, margar hliðar á fjölmála málaðstæðum og um stöðu og afdrif tungumála þeirra sem flust hafa búferlum í stórum stíl milli landa. Óhætt er að segja að fyrirlestur frá Úkraínu um málaðstæður á hinum hernumdu svæðum, og tungumál sem tæki í stríðsátökum, hafi hreyft við ráðstefnugestum.

Ráðstefna CLARIN í Prag

Samúel Þórisson, tæknimaður CLARIN á Íslandi og Starkaður Barkarson landsfulltrúi tóku þátt í árlegri CLARIN-ráðstefnu sem haldin var í Prag 10.−12. október. Einnig ber að nefna að Jón Friðrik Daðason, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, kynnti doktorsverkefni sitt á ráðstefnunni. Auk þess að sitja fyrirlestra sem spönnuðu vítt svið, en tengdust þó ávallt þeirri þjónustu sem CLARIN veitir, sátu Starkaður og Samúel fundi þar sem ýmis mál er varða starfsemi CLARIN voru rædd.

Tvö íslandskort frá mismunandi tímum og upprúllað veggspjald
Vísindavaka Ranníss
Samsett mynd af bás Árnastofnunar. Kort og veggsjöld á veggjum. Örnefnaskrár fyrir bæinn Þingdal. Emily Lethbridge sýnir gest vefinn nafnið.is

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum setti upp bás á Vísindavöku Ranníss 2022. Að þessu sinni stóðu Emily Lethbridge, rannsóknardósent á nafnfræðisviði stofnunarinnar, og Fjóla K. Guðmundsdóttir vefstjóri vaktina í Laugardalshöll. Gestum og gangandi gafst færi á að kynna sér ýmislegt sem viðkemur starfsemi nafnfræðisviðs Árnastofnunar.