Föstudaginn 23. september hélt Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrirlestur um tól og tæki sem aðstoða við kennslu í íslensku sem öðru máli og þar á meðal vefnámskeiðið Icelandic Online sem er notað í tengslum við sumarskóla í íslenskri tungu og menningu, sem stofnunin skipuleggur árlega í samstarfi við Háskóla Íslands. Sumarskólann sækja erlendir nemendur sem koma til landsins til að læra íslensku og fræðast um íslenskt samfélag.