
Á undanförnum tveimur árum hefur veforðabókin ISLEX (islex.is) stækkað um 5400 orð. Orðaforðinn kemur úr ýmsum áttum en áberandi eru orð úr heilbrigðismálum, umhverfismálum, ferðamálum og lífsstíl, s.s. matarorð. Dæmi um orð sem bæst hafa við eru augnaðgerð, gáttatif, hjarðónæmi, umhverfisvottun, kolefnisbinding, orkuskipti, vindorkuver, hleðslustöð, jöklaferð, útsýnisflug, matarmenning, andabringa, kókosolía, graskersfræ.