Skip to main content

Fréttir

Styrkir fyrir lokaverkefni

Í upphafi árs auglýsti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrsta skipti styrki til háskólanema. Styrkirnir eru veittir vegna lokaverkefna sem byggjast að verulegu leyti á rannsóknum á frumgögnum stofnunarinnar, hvort sem er á orða- og málfarssöfnunum, örnefnasafninu, handritasafninu eða þjóðfræðisafninu. 

Fimm umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi nemendur styrk:

Heimsókn frá Eistlandi

Þriðjudaginn 22. mars kom hópur frá eistnesku tungumálamiðstöðinni CELR (Center of Estonian Language Resources) í heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hópurinn kynnti sér starfsemi á sviði máltækni en fékk einnig kynningu á verkefnum málræktarsviðs og orðfræðisviðs, sem og almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar. 

Hefðbundið Hugvísindaþing

Hugvísindaþing verður haldið með hefðbundnu sniði 11. og 12. mars 2022.

Þingið er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kynning fer fram á því helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Það var fyrst haldið árið 1996 og varð því 25 ára árið 2021. Það ár féll þó þingið niður vegna heimsfaraldurs.

Fjölmargir fræðimenn Árnastofnunar eru á meðal fyrirlesara og er fólk hvatt il þess að kynna sér dagskrána nánar hér.

Stuðningur við úkraínska vísinda- og fræðimenn

Fjöldamargar mennta- og vísindastofnanir um allan heim hafa tekið höndum saman til að styðja úkraínska vísinda- og fræðimenn. Framtakið heitir Science for Ukraine og felst þátttaka í því að bjóða úkraínskum vísindamönnum á flótta aðstoð og aðstöðu til rannsókna. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í þessu framtaki og hefur nú þegar rétt tveimur fræðimönnum á flótta hjálparhönd. 

Heimasíða Science for Ukraine.

A World in Fragments

Út er komið greinasafnið A World in Fragments — Studies on the Encyclopedic Manuscript GKS 1812 4to. Í því eru 13 greinar sem allar snúast um alfræðihandritið GKS 1812 4to og það fjölbreytta efni sem það hefur að geyma, svo sem stjörnufræði, reikningslist, kort, tímatalsfræði og latínuglósur. Höfundar greinanna eru: Abdelmalek Bouzari, Bjarni V.

Frumkvöðlarnir á bak við TVÍK unnu Gulleggið 2022

 

Lokakeppni Gulleggsins, stærstu og elstu frumkvöðlakeppni Íslands á vegum Icelandic Startups, fór fram í hátíðarsal Grósku föstudaginn 4. febrúar. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008.

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista hlaut styrk frá Rannís

Í janúar úthlutaði Rannís styrkjum úr innviðasjóði. Meðal styrkþega er Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er aðili að ásamt fleiri stofnunum. Miðstöðin var stofnuð á síðasta ári og hlutverk hennar er að efla stafræn hugvísindi hér á landi og stuðla að uppbyggingu innviða sem tengt geta saman ólík fræðasvið.

Snorrastyrksþegar 2022

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.