Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hrinda af stað landsátaki um afmörkun og skráningu örnefna undir heitinu Hvar er? í tilefni af degi íslenskrar náttúru.
Landsátakið mun hefjast í félagsheimilinu Lyngbrekku í Borgarbyggð 15. september nk. kl. 17.30 þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun skrá örnefni í sinni heimabyggð, Brúarlandi.
Markmið átaksins er að staðsetja sem flest örnefni úr örnefnaskrám sem nýlega voru gerðar aðgengilegar á vefnum nafnið.is og fjölga skráningaraðilum örnefna í landinu.