Skip to main content

Fréttir

Hvað á býlið að heita?


Hvað á býlið að heita? Um starfsemi örnefnanefndar er ný grein sem birtist í Nefni, veftímariti um nafnfræði. Þóra Björk Hjartardóttir fjallar þar um hlutverk og verkefni örnefnanefndar og greinir frá starfsemi og helstu viðfangsefnum á tæplega þriggja ára tímabili, frá febrúar 2007 til nóvember 2009. Lesa má greinina á síðunni:

Gripla: Auglýst eftir efni

Kæru félagar,

auglýst er eftir greinum í 23. hefti Griplu 2012. Skilafrestur handrita til ritstjóra Gísla Sigurðssonar (gislisi@hi.is) er 1. apríl nk.

Aðstoðar John við íslenskunámið

Bandarískur tónlistarmaður, John Grant, sem er staddur hér á landi er duglegur að stúdera íslenskuna. „Hann hefur tekið framförum,“ segir leikarinn Guðjón Þorsteinn Pálmarsson um síbatnandi íslenskukunnáttu hans. „Hann kann að læra tungumál. Hann talar rússnesku og þýsku eins og innfæddur og honum sækist námið mjög vel,“ segir hann. „Ég hlýði honum yfir hluti sem hann vill fara yfir en svo rekur hann garnirnar úr fleira fólki eins og hann getur.“ John lærir íslenskuna jafnóðum með hjálp nokkurra bóka sem hann hefur keypt sér.

Ný bók: Studier i AM 557 4to.

Studier i AM 557 4to.
Kodikologisk, grafonomisk och ortografisk undersökning av en isländsk sammelhandskrift från 1400-talet eftir Lasse Mårtensson, 2012.

Stafsetningarorðabókin á vef


Aðgangur að Stafsetningarorðabókinni er nú öllum opinn á síðunni:

Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Ritstjóri verksins er Dóra Hafsteinsdóttir. Bókin er gefin út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Gripla - áskriftartilboð

Stofnunin býður nýjum áskrifendum að Griplu árgjaldið á 3.200 krónur sem er um 30% afsláttur frá verði ritsins í lausasölu, tilboðið gildir til 1. febrúar 2012. Nýjasta heftið, Gripla XXII, er aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar sem pdf skjal meðan á tilboðinu stendur:

 

Hugbúnaður fyrir leiðréttingu á stafsetningu keppir um Nýsköpunarverðlaunin


Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki bárust í sjóðinn í ár.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr.

Fjárveiting til að þróa ISLEX

ÍSLEX veforðabókin hefur hlotið 10 milljónir af fjárlögum til áframhaldandi þróunar verkefnisins á Íslandi. Stofnuninni er þröngur stakkur búinn eftir niðurskurð síðustu ára og því var mikilvægt að stofnunin héldi þessari fjárveitingu til þess að að geta staðið vörð um og aukið enn verðmæti þeirrar fjárfestingar sem þegar liggur í ISLEX. Borist hefur beiðni frá Finnlandi um að finnska tengdist grunninum auk þess sem áhugi er fyrir því að bæta málum utan Norðurlanda við.

 

Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í tuttugasta sinn

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.