Skip to main content

Gripla

Gripla
Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og stuttar fræðilegar athugasemdir (sem eru ekki ritrýndar). Ritdómar um bækur eru ekki birtir í Griplu og heldur ekki þýðingar á miðaldatextum nema þær fylgi útgáfu textans á frummáli. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) fylgja stuttir útdrættir og lykilorð. Hverju bindi Griplu fylgir handritaskrá.
Útgáfan
Skilafrestur á greinum er til 1. apríl ár hvert.

Gripla hefur verið skráð í Arts and Humanities Citation Index gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands.

Hér má finna nánari upplýsingar um skil greina og birtingarferlið, ásamt leiðbeiningum um frágang greina í Griplu.

Ritstjórar Griplu eru Elizabeth Walgenbach og Haukur Þorgeirsson.
Aðgangur og áskrift
Áskrift að tímaritinu má panta með því að senda póst til Bóksölu stúdenta: orders@boksala.is.

Aðgangur er að Griplu er í gegnum vefinn Tímarit.is þar sem lesa má öll tölublöðin frá upphafi.