Aðstaða til leigu í Eddu
Í Eddu fer fram fjölbreytt starfsemi og hýsir hún Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
NánarÍ Eddu fer fram fjölbreytt starfsemi og hýsir hún Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
NánarSvanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor og Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri fjalla um tilurð og vinnu við handritasýninguna Heimur í orðum laugardaginn 25. janúar. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu og hefst kl. 13. Nánar um viðburðinn síðar.
NánarRómverja saga er sett saman úr þýðingum þriggja latínurita, Bellum Jugurthinum og Conjuratio Catilinae eftir Sallústíus og Pharsalia eftir Lúkanus. Latínutextarnir voru að líkindum þýddir í áföngum, fyrst Bellum Jugurthinum upp úr miðri tólftu öld og hin ritin tvö skömmu síðar. Undir lok aldarinnar var þessum þýðingum svo steypt saman í eina sögu af Rómverjum, hugsanlega í klaustrinu á Þingeyrum....
Stofnunin á náið samstarf við Háskóla Íslands og samstarfssamningur er í gildi milli skólans og stofnunarinnar. Nokkrir starfsmenn kenna við skólann og leiðbeina meistara- og doktorsnemum.
NánarMarta Guðrún Jóhannesdóttir hóf störf sem safnkennari hjá stofnuninni í upphafi nýs árs.
NánarFyrsti fyrirlestur í viðburðaröð sem haldin er í tengslum við sýninguna Heimur í orðum verður haldinn 14. janúar. Þá mun prófessor emeritus Terry Gunnell þjóðfræðingur fjalla um flutning eddukvæða bæði hér á landi og erlendis. En margir listamenn hafa nýtt sér þennan menningararf til listsköpunar.
NánarHjalti Snær Ægisson hóf störf sem rannsóknarlektor á menningarsviði stofnunarinnar 2. janúar 2025. Rannsóknir hans beinast einkum að norrænum miðaldabókmenntum, fornmenntum og þýðingum.
NánarUmhverfismál hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin ár og teljast meðal brýnustu málefna samtímans. Fjölmörg nýyrði gegna mikilvægu hlutverki í umræðu um umhverfismál.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Nánar