Skip to main content

Orðabók Sigfúsar Blöndals

Íslensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal kom út á árunum 1920−1924. Sigfús starfaði við orðabókina í fjölda ára og hafði einkum aðsetur í Kaupmannahöfn meðan á verkinu stóð. Fjöldi samverkamanna komu við sögu við gerð orðabókarinnar og eiginkona Sigfúsar, Björg Þorláksdóttir Blöndal, vann að henni öll þau ár sem hún var í smíðum.

Sigfús Blöndal og samstarfsmenn hans árið 1918

Myndin sýnir frá vinstri: aftari röð Pétur Sigurðsson mag.art. háskólaritari, Steinþór Guðmundsson kennari, Björn Karel Þórólfsson skjalavörður, Anna Bjarnadóttir kennari, Sr. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Fremri röð: Holger Wiehe, Sigfús Blöndal bókavörður og Jón Ófeigsson þýskukennari.

Íslensk-dönsk orðabók kom út 1920−1924 í tveimur bindum. Árið 2016 var tekin ákvörðun um að gera Íslensk-danska orðabók aðgengilega á vefnum og hefur það verkefni staðið yfir frá því ári. Orðabókin er yfir þúsund blaðsíður sem allar eru ljóslesnar, yfirfarnar og textinn gerður leitarbær.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Halldóra Jónsdóttir, Steinþór Steingrímsson og Þórdís Úlfarsdóttir.

Starfsmenn verkefnisins eru Kristján Friðbjörn Sigurðsson (til 2017), Árni Davíð Magnússon, Oddur Snorrason, Salome Lilja Sigurðardóttir og Bolli Magnússon.

 

 

 

 

 

 

 

Verkefnið er fjármagnað af Íslensk-dönskum orðabókarsjóði. Sjóðsstjórnina skipa Guðrún Kvaran, Hrefna Arnalds, Jón G. Friðjónsson og Vésteinn Ólason.

 

Verkefnisstjórn ásamt sjóðsstjórn
Verkefnisstjórn ásamt sjóðsstjórninni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir neðan er formáli Sigfúsar Blöndals að orðabókinni (1924), upphaflega ritaður á dönsku. Einnig greinar um Íslensk-danska orðabók. Greinar Kristínar og Jóns Hilmars birtust í Orði og tungu 3, 1997.