Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Katelin Parsons

Katelin Parsons

Menningarsvið
ritstjóri gagnagrunnsins Handrit íslenskra vesturfara

Handrit íslenskra vesturfara

Íslenskir vesturfarar tóku ekki mikið af veraldlegum eigum með sér yfir Atlantshafið. Bækur voru þó undantekning. Árið 2015 hófst verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi á vegum Árnastofnunar sem hafði að markmiði að finna handrit og bréf vesturfara á söfnum í Kanada og Bandaríkjunum eða í einkaeigu afkomenda þeirra. Handrit vesturfara eru sameiginlegur menningararfur sem mikilvægt er að varðveita. Á þessum vef má skoða myndir af handritunum sem fundust, lesa um fólkið sem tengist þeim og leita að stöðum sem koma við sögu handritanna. Myndirnar á vefnum eru birtar með góðfúslegu leyfi eigenda. Notkun á myndunum í fræðilegum tilgangi eða til persónulegra nota er heimil en hafa þarf samband við eigendur þeirra sé þess óskað að nota þær í öðrum tilgangi.

Um gagnagrunninn

Gagnagrunnurinn inniheldur stafrænar myndir af íslenskum handritum, bókum, bréfum og öðrum skjölum í söfnum og í einkaeigu í Kanada og Bandaríkjunum. Ritstjóri vefsins er Katelin Marit Parsons.