Skip to main content
Starfsfólk Til baka

Svanhildur Óskarsdóttir

Svanhildur Óskarsdóttir

Handritasvið
rannsóknarprófessor

Svanhildur Óskarsdóttir hefur starfað hjá stofnuninni (og forvera hennar) frá árinu 1999. Hún er rannsóknarprófessor á handritasviði og vinnur að rannsóknum og útgáfum fornra texta. Hún er varamaður í stjórn Miðaldastofu Háskóla Íslands og er í starfshópi um forvörslu Flateyjarbókar.


Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Ritaskrá
Pistlar
Lektor í íslensku nútímamáli og -bókmenntum við University College London 1993–1999. Ráðin til starfa við útgáfu á kvæðum og sálmum Hallgríms Péturssonar hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1999. Sérfræðingur við stofnunina frá 2001 og stofustjóri handritasviðs 2011–2017. Stundakennari við hugvísindasvið Háskóla Íslands (áður heimspekideild) af og til frá 1992 og ritstjóri Ritsins – Tímarits Hugvísindastofnunar HÍ 2004–2005. Svanhildur hafði frumkvæði að því, af hálfu Árnastofnunar, að koma á fót alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum sem haldinn var í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn árið 2004 og árlega síðan, til skiptis í Höfn og Reykjavík.

Svanhildur hefur oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún las til að mynda Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Rás 1 í Ríkisútvarpinu árið 1998 og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson árið 2013. Hún sá um Málfarsmínútu í Speglinum á Rás 1 2002–2003 og tók þátt í bókmenntaumræðu í sjónvarpsþættinum Mósaík (RÚV) 2001–2003. Þá fjallaði hún nokkrum sinnum um merk handrit í bókmenntaþættinum Kiljunni árið 2013.

Svanhildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði fræða og menningarlífs. Hún sá um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 2000 og sat í lokadómnefnd verðlaunanna. Hún sat í úthlutunarnefnd starfsstyrkja hjá Hagþenki 2000 og 2001, úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda 2006 og 2007, fagráði hugvísinda á vegum Vísindanefndar Háskóla Íslands 2011–2013 og fagráði Rannsóknarsjóðs (hugvísindi og listir) vegna úthlutunar árin 2016–2017. Hún sat í stjórn Radda – Samtaka um vandaðan upplestur og framsögn 2001–2009 og hefur margoft setið í dómnefndum Stóru upplestrarkeppninnar víða um land. Svanhildur var fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd Alþjóðlegs fornsagnaþings 2003–2018 og formaður undirbúningsnefndar Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingsins sem haldið var í Reykjavík og Reykholti í ágúst 2018. Hún sat í fagráði MA-náms í Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands 2005–2008 og hefur setið í stjórn Miðaldastofu, ýmist sem aðal- eða varamaður, frá 2012.
Doktorspróf (Ph.D.) í norrænum fræðum frá University College London, 2000.
Framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Københavns Universitet 1990–93.
MA-próf í miðaldafræðum frá University of Toronto, 1989.
BA-próf í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands, 1988.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1983.
Rannsóknarsvið: Veraldarsögur, biblíuþýðingar og apófkrýf rit, íslensk miðaldahandrit, handrit Njáls sögu, handrit og bókmenntir á siðskiptaöld og árnýöld.

Stýrði rannsóknarverkefninu Breytileiki Njáls sögu sem styrkt var af Rannsóknarsjóði 2011–2013. Var þátttakandi í verkefninu Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti sem Margrét Eggertsdóttir stýrði og styrkt var af Rannsóknarsjóði 2010–12. Tekur nú þátt í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700, sem einnig er styrkt af Rannsóknarsjóði. Verkefnisstjóri er Árni Heimir Ingólfsson. Á árunum 2013–16 tók Svanhildur þátt í norrænu rannsóknarverkefni um biblíuþýðingar (Retracing the Reformation: The Dissemination of the Bible in Medieval Scandinavian Culture) sem var styrkt af NOS-HS og Karl G. Johansson prófessor í Osló stýrði.

Erindi á ráðstefnu, málþingi eða málstofu

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Saint Cecilia at Húsafell. The Cult of Saints in Medieval Iceland. An international symposium , Università di Torino, 27. mars 2018.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Hvorfor er de islandske håndskrifter så spændende?. Fyrirlestur á vegum Roskilde Museumsforening. 16. janúar 2017, Hróarskelda.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Jeg nåede slet ikke at få dem læst: Island, Danmark og håndskrifterne. Erindi flutt á aðalfundi Dansk-Islandsk Samfund. 26. apríl 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Enjoying manuscripts. Upphafsfyrirlestur á Alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum, Kaupmannahafnarháskóla. 7. ágúst 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. The symbiosis of sagas and manuscripts: Some thoughts on scribes and scholars. Opinber fyrirlestur við Goethe-Universität Frankfurt. 24. febrúar 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. De islandske håndskrifter og verdenskulturen.. Fyrirlestur í Johannes Larsen Museet. 19. janúar 2017, Kerteminde, Fjóni.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. The never-ending popularity of Njáls saga: The manuscript evidence. Opinber fyrirlestur við University of Maine. 30. mars 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. The Chronicle of Martinus Oppaviensis. Fyrirlestur á The Legacy of Jón Halldórsson. Alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands, Skálholti, 13. maí.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. De islandske håndskrifter og verdenskulturarven. Opinber fyrirlestur í Nordatlantisk Hus, Óðinsvéum, 8. mars.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Fragments United: The codicology of GKS 1812 4to. Fyrirlestur á ráðstefnunni Heimur í brotum – A World in Fragments: GKS 1812 4to and Medieval Encyclopaedic Literature. Alþjóðleg ráðstefna haldin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Syddansk Universitet. Viðey, Reykjavík.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Hrærivél Konráðs og Njáluútgáfan 1875–1889. Fyrirlestur á Málþingi um Konráð Gíslason. Kakalaskála á Kringlumýri í Blönduhlíð, Skagafirði, 3. september, og Con amore. Festseminar for Jonna Louis-Jensen. Nordisk Forskningsinstitut, Kaupmannahafnarháskóla, 4. nóvember.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Í ástarbing. Fyrirlestur á hátíðarmálþingi fyrir Ásdísi Egilsdóttur prófessor. Háskóla Íslands. 22. október 2016,.

Bókarkafli

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Saints and sinners. Aspects of the production and uses of manuscripts in Iceland in the period 1300–1600. RE:writing: Medial perspectives on textual culture in the Icelandic Middle Ages. Kate Heslop og Jürg Glauser (ritstj.). Zürich: Chronos. 181–194.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Barndómssaga Kristí á Íslandi. Deutsch-isländische Beziehungen. Festschrift für Hubert Seelow zum 70. Geburtstag. Lena Rohrbach og Sebastian Kürschner (ritstj.). Berlin: Nord-Europa Institut. 135–144.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Miracles. Handbook of Pre-Modern Nordic Memory Studies. Interdisciplinary Approaches. Jürg Glauser, Pernille Hermann og Stephen A. Mitchell (ritstj.). Berlin: De Gruyter. 401–406.
Svanhildur Óskarsdóttir og Emily Lethbridge. 2018. Whose Njála? Njáls saga Editions and Textual Variance in the Oldest Manuscripts. New Studies in the Manuscript Tradition of Njáls saga: The historia mutila of Njála. Emily Lethbridge og Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Kalamazoo: Medieval Institute Publications. 1–28.
Svanhildur Óskarsdóttir og Katelin Parsons. 2017. The glacier’s long shadow: Guðmundur Runólfsson and his manuscripts. Mirrors of Virtue. Manuscripts and Printed Books in Post-Reformation Iceland. Margrét Eggertsdóttir og Matthew Driscoll (ritstj.). Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press. 89–126.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Fröken Ingibjörg Ólafsson erindreki. Konan kemur við sögu. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 127–129.

Tímaritsgrein

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Konráð Gíslason og Njáluútgáfan mikla. Skagfirðingabók – Rit Sögufélags Skagfirðinga. 38, 97–108.

Fræðileg ritstjórn

2018. Jón Ólafsson úr Grunnavík. Safn til íslenskrar bókmenntasögu. Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
2018. New Studies in the Manuscript Tradition of Njáls saga: The historia mutila of Njála. Emily Lethbridge og Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Kalamazoo: Medieval Institute Publications.

Fyrri störf

Lektor í íslensku nútímamáli og -bókmenntum við University College London 1993–1999. Ráðin til starfa við útgáfu á kvæðum og sálmum Hallgríms Péturssonar hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1999. Sérfræðingur við stofnunina frá 2001 og stofustjóri handritasviðs 2011–2017. Stundakennari við hugvísindasvið Háskóla Íslands (áður heimspekideild) af og til frá 1992 og ritstjóri Ritsins – Tímarits Hugvísindastofnunar HÍ 2004–2005. Svanhildur hafði frumkvæði að því, af hálfu Árnastofnunar, að koma á fót alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum sem haldinn var í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn árið 2004 og árlega síðan, til skiptis í Höfn og Reykjavík.

Svanhildur hefur oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún las til að mynda Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Rás 1 í Ríkisútvarpinu árið 1998 og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson árið 2013. Hún sá um Málfarsmínútu í Speglinum á Rás 1 2002–2003 og tók þátt í bókmenntaumræðu í sjónvarpsþættinum Mósaík (RÚV) 2001–2003. Þá fjallaði hún nokkrum sinnum um merk handrit í bókmenntaþættinum Kiljunni árið 2013.

Svanhildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði fræða og menningarlífs. Hún sá um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 2000 og sat í lokadómnefnd verðlaunanna. Hún sat í úthlutunarnefnd starfsstyrkja hjá Hagþenki 2000 og 2001, úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda 2006 og 2007, fagráði hugvísinda á vegum Vísindanefndar Háskóla Íslands 2011–2013 og fagráði Rannsóknarsjóðs (hugvísindi og listir) vegna úthlutunar árin 2016–2017. Hún sat í stjórn Radda – Samtaka um vandaðan upplestur og framsögn 2001–2009 og hefur margoft setið í dómnefndum Stóru upplestrarkeppninnar víða um land. Svanhildur var fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd Alþjóðlegs fornsagnaþings 2003–2018 og formaður undirbúningsnefndar Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingsins sem haldið var í Reykjavík og Reykholti í ágúst 2018. Hún sat í fagráði MA-náms í Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands 2005–2008 og hefur setið í stjórn Miðaldastofu, ýmist sem aðal- eða varamaður, frá 2012.

Námsferill

Doktorspróf (Ph.D.) í norrænum fræðum frá University College London, 2000.
Framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Københavns Universitet 1990–93.
MA-próf í miðaldafræðum frá University of Toronto, 1989.
BA-próf í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands, 1988.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1983.

Rannsóknir

Rannsóknarsvið: Veraldarsögur, biblíuþýðingar og apófkrýf rit, íslensk miðaldahandrit, handrit Njáls sögu, handrit og bókmenntir á siðskiptaöld og árnýöld.

Stýrði rannsóknarverkefninu Breytileiki Njáls sögu sem styrkt var af Rannsóknarsjóði 2011–2013. Var þátttakandi í verkefninu Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti sem Margrét Eggertsdóttir stýrði og styrkt var af Rannsóknarsjóði 2010–12. Tekur nú þátt í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700, sem einnig er styrkt af Rannsóknarsjóði. Verkefnisstjóri er Árni Heimir Ingólfsson. Á árunum 2013–16 tók Svanhildur þátt í norrænu rannsóknarverkefni um biblíuþýðingar (Retracing the Reformation: The Dissemination of the Bible in Medieval Scandinavian Culture) sem var styrkt af NOS-HS og Karl G. Johansson prófessor í Osló stýrði.

Ritaskrá

Erindi á ráðstefnu, málþingi eða málstofu

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Saint Cecilia at Húsafell. The Cult of Saints in Medieval Iceland. An international symposium , Università di Torino, 27. mars 2018.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Hvorfor er de islandske håndskrifter så spændende?. Fyrirlestur á vegum Roskilde Museumsforening. 16. janúar 2017, Hróarskelda.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Jeg nåede slet ikke at få dem læst: Island, Danmark og håndskrifterne. Erindi flutt á aðalfundi Dansk-Islandsk Samfund. 26. apríl 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. Enjoying manuscripts. Upphafsfyrirlestur á Alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum, Kaupmannahafnarháskóla. 7. ágúst 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. The symbiosis of sagas and manuscripts: Some thoughts on scribes and scholars. Opinber fyrirlestur við Goethe-Universität Frankfurt. 24. febrúar 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. De islandske håndskrifter og verdenskulturen.. Fyrirlestur í Johannes Larsen Museet. 19. janúar 2017, Kerteminde, Fjóni.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2017. The never-ending popularity of Njáls saga: The manuscript evidence. Opinber fyrirlestur við University of Maine. 30. mars 2017,.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. The Chronicle of Martinus Oppaviensis. Fyrirlestur á The Legacy of Jón Halldórsson. Alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands, Skálholti, 13. maí.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. De islandske håndskrifter og verdenskulturarven. Opinber fyrirlestur í Nordatlantisk Hus, Óðinsvéum, 8. mars.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Fragments United: The codicology of GKS 1812 4to. Fyrirlestur á ráðstefnunni Heimur í brotum – A World in Fragments: GKS 1812 4to and Medieval Encyclopaedic Literature. Alþjóðleg ráðstefna haldin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Syddansk Universitet. Viðey, Reykjavík.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Hrærivél Konráðs og Njáluútgáfan 1875–1889. Fyrirlestur á Málþingi um Konráð Gíslason. Kakalaskála á Kringlumýri í Blönduhlíð, Skagafirði, 3. september, og Con amore. Festseminar for Jonna Louis-Jensen. Nordisk Forskningsinstitut, Kaupmannahafnarháskóla, 4. nóvember.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Í ástarbing. Fyrirlestur á hátíðarmálþingi fyrir Ásdísi Egilsdóttur prófessor. Háskóla Íslands. 22. október 2016,.

Bókarkafli

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Saints and sinners. Aspects of the production and uses of manuscripts in Iceland in the period 1300–1600. RE:writing: Medial perspectives on textual culture in the Icelandic Middle Ages. Kate Heslop og Jürg Glauser (ritstj.). Zürich: Chronos. 181–194.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Barndómssaga Kristí á Íslandi. Deutsch-isländische Beziehungen. Festschrift für Hubert Seelow zum 70. Geburtstag. Lena Rohrbach og Sebastian Kürschner (ritstj.). Berlin: Nord-Europa Institut. 135–144.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Miracles. Handbook of Pre-Modern Nordic Memory Studies. Interdisciplinary Approaches. Jürg Glauser, Pernille Hermann og Stephen A. Mitchell (ritstj.). Berlin: De Gruyter. 401–406.
Svanhildur Óskarsdóttir og Emily Lethbridge. 2018. Whose Njála? Njáls saga Editions and Textual Variance in the Oldest Manuscripts. New Studies in the Manuscript Tradition of Njáls saga: The historia mutila of Njála. Emily Lethbridge og Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Kalamazoo: Medieval Institute Publications. 1–28.
Svanhildur Óskarsdóttir og Katelin Parsons. 2017. The glacier’s long shadow: Guðmundur Runólfsson and his manuscripts. Mirrors of Virtue. Manuscripts and Printed Books in Post-Reformation Iceland. Margrét Eggertsdóttir og Matthew Driscoll (ritstj.). Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press. 89–126.
Svanhildur Óskarsdóttir. 2016. Fröken Ingibjörg Ólafsson erindreki. Konan kemur við sögu. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 127–129.

Tímaritsgrein

Svanhildur Óskarsdóttir. 2018. Konráð Gíslason og Njáluútgáfan mikla. Skagfirðingabók – Rit Sögufélags Skagfirðinga. 38, 97–108.

Fræðileg ritstjórn

2018. Jón Ólafsson úr Grunnavík. Safn til íslenskrar bókmenntasögu. Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
2018. New Studies in the Manuscript Tradition of Njáls saga: The historia mutila of Njála. Emily Lethbridge og Svanhildur Óskarsdóttir (ritstj.). Kalamazoo: Medieval Institute Publications.