Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Útgáfa og gögn

Útgáfa
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út ýmiss konar fræðirit. Auk tveggja tímarita eru hjá stofnuninni gefnir út textar eftir handritum, þjóðfræðiefni, og handbækur um íslenskt mál auk nafnabóka. Einnig eru afmælisrit, ráðstefnurit, fréttabréf og ýmis smárit meðal þess sem stofnunin sendir frá sér.
Orðabækur
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út prentaðar og rafrænar orðabækur sem ýmist eru einmála eins og Íslensk nútímamálsorðabók eða Stafsetningarorðabókin eða tvímála á borð við ISLEX.

Auk orðabókanna eru margvísleg gagnasöfn um íslensku aðgengileg á vefnum.
Gagnasöfn
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið búin til og þróuð fjölmörg gagnasöfn. Mikilvægur þáttur í starfinu er að hafa opinn aðgang að margvíslegum gögnum og er markmiðið að opna í áföngum aðgang að öllum frumgögnum stofnunarinnar.