Skip to main content

Studier i AM 557 4to.

Útgáfuár
2011
ISBN númer
978-9979-654-17-9
Studier i AM 557 4to. [English below]

Kodikologisk, grafonomisk och ortografisk undersökning av en isländsk sammelhandskrift från 1400-talet eftir Lasse Mårtensson, 2012.

Lasse Mårtensson fjallar í þessari bók um handritið AM 557 4to sem stundum er kallað Skálholtsbók og hefur að geyma 12 Íslendinga sögur, sjálfstæða Íslendinga þætti og riddarasögur, en það er sennilega einna þekktast fyrir að vera annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða. Að útliti lætur handriti ekki mikið yfir sér, mörg blaðanna ná ekki fullri stærð og virðist ekki hafa verið vandað sérstaklega til þess. Það var skrifað á fyrri hluta 15. aldar.

Höfundur fjallar um efni AM 557 4to og upphaflega röð blaða og kvera, sem og efni sem hefur verið á blöðum sem týnst hafa úr því. Farið er rækilega ofan í saumana á stafagerð, táknbeitingu og stafsetningu handritsins og beitt aðferðum grafkerfisfræðinnar (e. graphemics) við að flokka og greina öll staftákn. Stafsetningin á handritinu var svo notuð til að ákvarða fjölda rithanda sem reyndust vera tvær en áður hafði verið talið að aðeins einn maður hefði skrifað handritið í heild sinni. Að lokum er tímasetningu handritsins breytt nokkuð, en það hafði verið talið skrifað einhvern tíma á árunum 1420–50. Lasse Mårtensson bar skrift þess saman við fornbréfið AM dipl. isl. fasc. VII 29 frá 14. janúar 1420, sem fyrri skrifari þess hafði skrifað, og telur að handritið sé eldra en bréfið (jafnvel nokkrum árum eldra).

Hér er um að ræða mikilsvert framlag til handritafræðirannsókna. Annars vegar eykur rannsóknin skilning á íslenskum handritum á 15. öld og hins vegar sýnir hún, svo að ekki verður um villst, hversu mikilvægt hjálpartæki grafkerfisfræði getur verið við greiningu á skrift, stafsetningu og rithöndum.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 80).


English

The subject of this study is the manuscript AM 557 4to, sometimes known as Skálholtsbók. The manuscript contains 12 Icelandic sagas, independent þættir and chivalric sagas (riddarasögur), but it is probably best known for being one of the main manuscripts of Eiríks saga rauða. The manuscript, written in the first half of the fifteenth century, is unremarkable in appearance; many of its leaves are not of full size and were probably like this from the beginning.

The author discusses the original composition of the manuscript, and also the content of the leaves now missing. A detailed investigation is made of the letter forms and their usage, and also of the orthography. Graphemic analysis is used in characterizing and grouping all the letters and signs in the manuscript; analysis of this data reveals that two scribes were responsible for producing AM 557 4to. The manuscript was previously dated to 1420–50, but the present study suggests that it may be somewhat older. The author compares AM 557 4to with the charter AM dipl. isl. fasc. VII 29, written on January 14, 1420, by one of the AM 557 4to scribes; the investigation suggests that the manuscript was produced before the charter.

The present study is an important contribution to the field of manuscript studies. The investigation adds to our knowledge of fifteenth-century Icelandic manuscripts and also shows the importance of graphemics in examining medieval script, orthography and scribal hands.
Kaupa bókina