Skip to main content

Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um aðferð

Útgáfuár
2002
ISBN númer
9979-819-80-4
Í fyrsta hluta er spurt hvernig lögsögumenn hafi tekið ritmenningunni, sem ætla má að hafi grafið undan valdastöðu þeirra, og hvernig bókmenntalegur sjóndeildarhringur menntamanns úr röðum Sturlunga, Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, hafi litið út um miðja 13. öld.

Í öðrum hluta er fjallað um persónur, ættir og atburði Austfirðingasagna í ljósi þeirrar hugmyndar að þeir sem rituðu sögurnar hafi gert ráð fyrir ákveðinni þekkingu áheyrenda á söguefninu.

Í þriðja hluta er tekist á við Vínlandsgátuna með þeim aðferðum sem kynntar eru í bókinni. Í stað þess að líta á sögur af Vínlandsferðum ýmist sem heimildir um atburði eða bókmenntahefð eru þær lesnar sem heimild um munnmæli sem sannanlega varðveittu minningu um raunverulegar siglingar til framandi landa.

Í lokahluta eru dregnar saman niðurstöður um þær breytingar sem verða á forsendum rannsókna í íslenskum miðaldafræðum sé tekið tillit til munnlegrar hefðar að baki fornsagna - með dæmum af skyldum frásögnum í Finnboga sögu ramma og Vatnsdæla sögu og goðsagnamynstrum í Hænsna-Þóris sögu.
Loks fylgir rækilegur útdráttur á ensku.

Háskólaútgáfan sér um dreifingu bókarinnar.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 56).
Kaupa bókina