Skip to main content

Viðburðir

Frá Jakobsvegi, heimur í orðum og myndum

23. ágúst
2025
kl. 13–14

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson flytja fyrirlestur um Jakobsveginn.

Frá Jakobsvegi, eða pílagrímaveginum til Santiago de Compostela á Spáni, er sagt í nokkrum textum sem varðveittir eru í íslenskum handritum.

Ein þeirra er Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var víðförull pílagrímur og fór meðal annars til Santiago. Hrafn kemur einnig við sögu í kvikmyndabálkinum Draumurinn um veginn sem Erlendur Sveinsson gerði um göngu Thors Vilhjálmssonar til Santiago.

Sagðar verða sögur af pílagrímaveginum fyrr og nú og sýnd brot úr kvikmyndunum.

Viðburður á Facebook

2025-08-23T13:00:00 - 2025-08-23T14:00:00