Skip to main content

Fréttir

Ættarnöfn á Íslandi

Á heimasíðu stofnunarinnar er nú kominn nýr liður sem nefnist Ættarnöfn á Íslandi og er eftir Svavar Sigmundsson. Um er að ræða skrá sem er birt á vinnslustigi til þess að afla nánari upplýsinga um tilkomu nafnanna hér á landi.

Í inngangi segir Svavar m.a. að skráin ,,byggist á ýmsum heimildum, ekki síst Ættarnafnabók, sem stjórnvöld skráðu í ættarnöfn á árunum 1915-1925. Á þeim árum var leyft að skrá ættarnöfn opinberlega og greiddu menn fyrir skráningu nafnanna. Ættarnöfn höfðu smám saman verið að festa sig í sessi á Íslandi á öldunum á undan, bæði tóku Íslendingar sem dvöldu erlendis við nám upp ættarnöfn og eins komu erlendir menn, einkum kaupmenn og athafnamenn, sem hér settust að, upp ættarnöfnum sínum hérlendis."

Þeir sem telja sig búa yfir frekari upplýsingum um ættarnöfnin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Svavar.